Fréttir
Listin af vefa - Útgáfuhóf
- Details
- Created on 27 November 2019
Út er komin hjá Vöku-Helgafelli bókin Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur.
Miðvikudaginn 4. desember kl. 17:00 - 18:30 er útgáfuhóf í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Ragnheiður segir frá tilurð bókarinnar og vefnaður verður til sýnis. Bókin verður á sérstöku kynningarverði þennan dag - léttar veitingar - allir hjartanlega velkomnir!
Vefnaður hefur verið samofinn sögu þjóðarinnar frá landnámi og lengi vel var allur textíll unninn inni á heimilunum. Voðir voru í fyrstu ofnar í kljásteinavefstöðum, hvort sem það var vaðmál í fatnað á heimafólk eða til útflutnings, en síðar komu vefstólar til sögunnar og þá jukust afköstin til muna.
Listin að vefa er yfirgripsmikil og fróðleg bók um sögu vefnaðar á Íslandi. Hér er fjallað um vefnað að fornu og nýju, um vefjarefni og spunatrefjar, tæki og tól, uppsetningu í vefstað og vefstól, bindifræði og mismunandi vefnaðargerðir. Að auki eru sérstakir kaflar um spjaldvefnað og myndvefnað. Bókin er í senn gagnlegt uppsláttarrit og kennslubók í vefnaði.
Ragnheiður Björk Þórsdóttir er veflistamaður, kennari og sérfræðingur á sviði vefnaðar hjá Textílmiðstöð Íslands.
Umræðufundur um lagabreytingar
- Details
- Created on 13 November 2019
Laugardaginn 16. nóvember kl. 11-13 er umræðufundur í Nethyl 2e um breytingar á lögum Heimilisiðnaðarfélagsins.
Markmiðið með fundinum er fá fram sjónarmið sem flestra félagsmanna um hvernig lög HFÍ þjóna félaginu sem best. Lagabreytingar verða síðan lagðar fram fyrir næsta aðalfund vorið 2020.
Nálgast má núverandi lög félagsins hér.
Vefnaður Virginiju
- Details
- Created on 06 November 2019
Virginija Stigaite frá Litháen heldur fyrirlestur um vefnaðarferil sinn og verk í sal Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.
Virginija útskrifaðist sem fatahönnuður frá Háskólanum í Kaunas árið 1985. Hún hefur unnið sem stjórnandi hjá Lituanica og Augimita sem sérhæfðu sig í að búa til vefnaðarvöru með nýrri tækni og sem sérfræðingur í leðurvörum hjá Lituanica skóverksmiðjunni. Árið 2012 stofnaði hún eigin vefstofu undir heitinu NYTYS þar sem hún vinnur ofin fatnað, töskur, teppi, mottur, gardínur, borðdúka, borðdregla, handklæði o.fl.
NYTYS tekur þátt í ýmsum handverkssýningum, m.a. Handverki og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 21.-25. nóvember en þar tekur hún nú þátt í fimmta sinn.
Í erindi sínu segir Viginija frá verkum sínum í máli og myndum og sýnishorn verk verða á staðnum. Nánar upplýsingar um verk hennar má sjá á facebook hér og instagram hér.
Aðgangur 1.000 kr., 500. kr. fyrir félagsmenn HFÍ – allir velkomnir.
Prjónakaffi - Ístex LOPI 39
- Details
- Created on 23 October 2019
Á prjónakaffi nóvembermánaðar fimmtudaginn 7. nóvember kynnir Ístex nýja uppskriftarblaðið LOPI 39.
Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt blað kemur frá Ístex og ekki skemmir fyrir að allar peysurnar í uppskriftarblaðinu verða til sýnis á staðnum. Védís Jónsdóttir sem hannar efnið í blaðinu verður á staðnum.
Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir!