Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Heimsókn á Gljúfrastein

Gljufrasteinn husidLaugardaginn 14. október kl. 14 stendur Funda- og fræðslunefnd fyrir heimsókn á Gljúfrastein. Heimili Nóbelskáldsins verður skoðað en eins og margir vita var Auður Laxnes eiginkona hans mikil hannyrðakona. 

"Í gegnum árin vann Auður fjölda verka í textíl. Mörg þeirra eru æði framúrstefnuleg og hikaði Auður ekki við að nýta óvenjuleg efni við vinnu sína. En virðing Auðar og áhugi fyrir hefðinni leynir sér þó ekki í verkum hennar og skrifum um hannyrðir og handverk." segir um verk Auðar á heimasíðunni www.gljufrasteinn.is . Auður tengdist Heimilisiðnaðarfélaginu sérstaklega en hún starfaði í ritnefnd Hugar og handar 1971-1984. Í ritinu birtust eftir hana fjölmargar greinar um handverk og hannyrðir auk prjónauppskrifta.

Félagsmenn og gestir þeirra eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er 900 kr. / 700 kr. fyrir eldri borgara. Hópurinn hittist á staðnum og fær leiðsögn kl. 14 - gott er að tilkynna komu sína með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 5500 í síðasta lagi föstudaginn 13. október.

Námskeiðsbæklingur haustið 2017

Dagskrá Heimilisiðnaðarskólans haustið 2017 er tilbúin. Að venju eru mörg spennandi námskeið í boði, klassísk námskeið í bland við spennandi nýjungar. Námskeiðbæklinginn má nálgast á pdf formi hér. Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

hfi skoliNámskeiðin eru frá einu kvöldi upp í tólf vikna námskeið. Fjölbreyttnin er mikil og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af nýjungum á dagskránni má nefna origami, ofnar spiladósir, þæfð tröll, jurtasmyrsl og aðstoð við að klára flosuð verk.

Þjóðbúningarsaumur, baldýring, undirpils við þjóðbúning ásamt möttulsaumi eru á sínum stað. Fimm vikna vefnaðarnámskeið hefst í október en einnig er boðið upp á myndvefnað og spjaldvefnað. Útsaumur af ýmsu tagi er heillandi en þar býðst harðangur, refilsaumur, gamli íslenski krossaumurinn, þrívíddarsaumur og útsaumuð vöggusett. Hekl fyrir byrjendur er á vísum stað ásamt prjónatækni, myndprjóni, tvíbandavettlingum og frágangi á prjónaflíkum. Tóvinna og vattarsaumur er þjóðlegt og sígilt handverk. Orkering og knipl hefur heillað marga í gegnum tíðina. Körfuvefnaður er í algleymingi en þar er boðið upp á vínviðarkörfu eða epla/prjónakörfu auk þess sem í fyrsta sinn er boðið upp á ofnar spiladósir. Skemmtilegt er að endurvinna kaffipoka með skáfléttun. Jurtalitun og sólarlitun er spennandi hver á sinn hátt. 

Það jafnast ekkert á við að læra nýtt og spennandi handverk í góðum félagsskap. Hlökkum til að taka á móti áhugasömum handverksnemendum!

Fyrsta prjónakaffi haustsins 7. september

prjon6Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins hefur verið fastur liður fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði um árabil. Í gegnum tíðina hefur prjónakaffið verið haldið á kaffihúsum í bænum en síðastliðið haust var það flutt í húsnæði félagsins í Nethyl 2e.

Eftir frí yfir sumarmánuðina er komið að fyrsta prjónakaffi haustsins fimmtudaginn 7. september kl. 19-22. Þetta kvöld verður dagskrá Heimilisiðnaðarskólans kynnt, námskeiðsbæklingur liggur frammi, kennarar verða á staðnum með sýnishorn.

Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Ljúffengar kaffiveitingar á sanngjörnu verði - allir velkomnir!

Haustdagskrá Heimilisiðnaðarskólans 2017

logo jpgNú þegar tekið er að halla sumri líður að birtingu haustdagskrár Heimilisiðnaðarskólans. Unnið er hörðum höndum að skipulagi dagskrárinnar þessa daga og verður hún fullbúin í lok ágústmánaðar. Að venju verða mörg spennandi námskeið í boði, sígild námskeið eins og þjóðbúningasaumur, vefnaður, prjón og hekl í bland við nýjungar eins og körfuvefnað og sólarlitun.

Að venju fá félagsmenn pappírsútgáfu senda til sín með pósti. Auk þess er rafræn útgáfa birt hér á heimasíðunni og send með fréttabréfi á póstlista.

Hlökkum til að taka á móti áhugasömum handverksnemendum!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e