Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Skotthúfan í Stykkishólmi

skotthufan netidLaugardaginn 8. júlí er SKOTTHÚFAN í Stykkishólmi (sjá boðskort hér). Áralöng hefð er fyrir þjóðbúningadagskrá í bænum í byrjun júlí en það er Norska húsið sem hefur veg og vanda að dagskránni. Gestum sem klæðast þjóðbúningi er boðið í kaffi og pönnukökur í Norska húsinu kl. 15 en Íslensk sönglög munu hljóma yfir kaffibollunum. Kvikmynd Ásdísar Thoroddsen "Skjól og skart - handverk og saga íslensku búninganna" sýnd í Eldfjallasafninu kl. 17.

Hvetjum alla þá sem eiga þjóðbúning til að klæðast þeim í Stykkishólmi þennan dag og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Heimilisiðnaðarfélagið kynnir starfsemi sína og verður með litið útibú frá verslun okkar í Norska húsinu.

Allir hjartanlega velkomnir en gott væri að þeir sem ætla að mæta á búningi skrá sig hjá Norska húsinu með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skrá sig á viðburðinn á facebook-síðu Skotthúfunar sjá hér.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e