Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Fyrsta prjónakaffi haustsins 7. september

prjon6Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins hefur verið fastur liður fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði um árabil. Í gegnum tíðina hefur prjónakaffið verið haldið á kaffihúsum í bænum en síðastliðið haust var það flutt í húsnæði félagsins í Nethyl 2e.

Eftir frí yfir sumarmánuðina er komið að fyrsta prjónakaffi haustsins fimmtudaginn 7. september kl. 19-22. Þetta kvöld verður dagskrá Heimilisiðnaðarskólans kynnt, námskeiðsbæklingur liggur frammi, kennarar verða á staðnum með sýnishorn.

Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Ljúffengar kaffiveitingar á sanngjörnu verði - allir velkomnir!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e