Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Sjónabókin er væntanleg

Sjónabókin hefur nú verið endurprentuð í fjórða sinn. Við gleðjumst óskaplega yfir því að bókin verði nú loksins aftur fáanleg en hún hefur verið uppseld í rúmt ár.

Miðvikudaginn 26. október verður Sjónabókin komin til sölu í verslun okkar í Nethylnum. Bókin er sígild og nauðsynleg eign allra sem unna íslenskum menningararfi og hannyrðum. Munstrin í bókinni er endalaus uppspretta hugmynda til notkunar í hvers konar handverki þar sem reitamunstur eru notuð, t.d. í útsaumi, vefnaði og prjóni. Bókinni fylgir sem fyrr geisladiskur með munstrunum á stafrænu formi sem enn eykur á möguleikana á nýtingu hennar við hvers konar hönnun.

Sjónabókin verður seld til skuldlausra félagsmanna á sérstöku tilboðsverði til áramóta 20.000 kr.

Almennt útsöluverð bókarinnar er 24.500 kr. en sé bókin keypt í verslun Heimilisiðnaðarsfélagsins er verðið 23.500 kr.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e