Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

17. júní - hátíðarhöld við Austurvöll og hádegisverður

17júni heimasidaÞeim sem klæðast þjóðbúningum er boðið til sætis við hátíðarhöldin við Austurvöll að morgni þjóðhátíðardagsins. Hist er í Iðnó kl. 10 þar sem veitt er aðstoð við að festa skotthúfur og hnýta slifsi og síðan gengið þaðan fylktu liði kl. 10.40 (mæting í allra síðasta lagi kl. 10.30). Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki síðar en á hádegi fimmtudaginn 14. júní. Hlökkum til að sjá sem flesta á búningi þennan dag - allir hjartanlega velkomnir.

Að hátíðarhöldunum loknum býðst að snæða saman hádegisverð í Iðnó. Það er bæði hátíðlegt og skemmtilegt að eiga notalega stund saman yfir góður málsverði. Verð fyrir hádegisverð er 3.690 kr. og greiðist það á staðnum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í matinn ekki seinna en föstudaginn 15. júní. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e