Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fléttun, kríl og körfugerð

Kríl

KrilKríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin – eitt gjald.

Kennari: Marianne Gluckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst
Tími: Laugardaginn 9. mars kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Vinna úr mannshári

Vinna úr mannsháriHárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form. Nemendur hafi meðferðis mannshár (20 cm eða lengra) og bandprjóna (sokkaprjóna) í mismunandi sverleikum. Þeir sem ekki eiga mannshár fá hár hjá kennara.

Kennari: Ásta Björk Friðbertsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: Mánudag og miðvikudag 18. og 20. mars kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Hrosshársfléttun

Hrosshársfléttun

Unnið er með þvegin og tilbúin tögl í mismunandi litum. Þátttakendur læra að flokka lengd og gæði hrosshára og undirbúa fyrir notkun í fléttur og hnýtingar með mismunandi aðferðum. Kennd er m.a. reipflétta, gjarðabrugðningur og 12 flétta. Á námskeiðinu er eingöngu unnið með hrosshársfléttun en ekki hönnun og frágang.

Kennari: Lene Zachariassen.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 14 klst.
Tími: 27. og 28. apríl, laugardag og sunnudag kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 39.800 kr. (35.820 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Fléttun kaffipoka - skáfléttun

skaflettunKennd er skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffi-pökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurða¬mottu, reglustiku, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, s.s. körfum og töskum.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 6. og 8. maí - mánudag og miðvikudag kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - mögulegt að fá efni og áhöld á staðnum.

Eplakarfa / prjónakarfa

eplakarfa netidKennd eru undirstöðuatriði í körfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs

Kennari: Margrét Guðnadóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 
  • 11. og 18. febrúar - tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 18.400 kr. (16.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e