Fléttun, kríl og spiladósir
Fléttun kaffipoka - skáfléttun
Kennd er skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffi-pökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurðamottu, reglustiku, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, s.s. körfum og töskum.
Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 24. september og 1. október - þriðjudaga 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - mögulegt að fá efni og áhöld á staðnum.
Kríl
Kríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.
Kennari: Marianne Gluckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst
Tími: 2. nóvember - laugardag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 8.100 kr. (7.290 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.
Spiladósir
Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki. Nemendur geta keypt efni og spilverk eftir námskeiðið til að taka með heim.
Námskeið I:
Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 11. nóvember - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 11.800 kr. (10.620 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.