Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Hekl og prjon

Hekl fyrir byrjendur

heklGrunnaðferðir í hekli; Loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull, stuðull og tvöfaldur stuðull. Nemendur hekla nokkrar prufur og fá að lokum aðstoð við verkefni að eigin vali. Kennslugögn fylgja. Nemendur komi með heklunál sem passar við garnið og tvo til fjóra liti af garni t.d. Kambgarn og nál.

Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 6 klst.
Tími: 19. og 26. febrúar og 5. mars - mánudaga kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Hekl upprifjun

hekl upprifjunNámskeiðið er hugsað fyrir þá sem kunna að hekla en vilja rifja upp handtökin og læra að lesa uppskriftir bæði skrifaðar og eftir teikningum. Nemendur fá aðstoð við val á verkefnum og kenndur er frágangur, t.d. aðferðir við að festa saman dúllur í teppi. Þátttakendur mæti með garn í fleiri en einum lit og heklunál við hæfi t.d. Kambgarn og heklunál nr. 4,5.

Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 4 klst.
Tími: 16. og 23. apríl - mánudaga kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 9.600 kr. (8.640 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Myndprjón

myndprjon 2Þátttakendur læra aðferðir við myndprjón þar sem prjónaðir eru munsturfletir. Prjónað er fram og til baka þannig að réttan snýr alltaf fram. Önnur hver umferð er prjónuð með afturábakprjóni. Prjónuð er mynd eftir teikningu. Hafa þarf með sér tvo prjóna nr. 3 - 4, nál og skæri, nokkra liti af garni, smáhnykla og afganga, sem hæfa prjónastærð.

Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 13. mars - þriðjudag kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Tvíbandaprjón / fingravettlingar

tvibandavettlingarSkemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar á prjóna nr. 2,5 og nr. 3 eftir uppskrift frá kennara. Nemendur koma með garn, sokkaprjóna og nál.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 10. og 17. apríl - þriðjudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Prjón - tvennt á tvo prjóna (sokkar)

Sokkar fer litilAðferðin hentar vel fyrir sokka, vettlinga eða ermar. Á námskeiðinu er sokkaanatómían krufin og farið ofan í saumana á „tveir fyrir einn“ tækninni með sérstakri áherslu á sokkaprjón frá tánni og upp. Judy's magic uppfit og þrjár tá- og hæltegundir kynntar. Námskeið fyrir vana prjónara. Nemendur komi með sokkagarn og tvo mislita hringprjóna – nánari uppl. v/skráningu.

Kennari: Elena Teuffer.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 7,5 klst.
Tími: 16., 23. og 30. apríl - mánudaga kl. 18:00 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 18.000 kr. (16.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e