Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Litun, sápugerð og jurtasmyrsl

Jurtalitun

jurtalitun2Nemendur kynnast nokkrum íslenskum jurtum sem notaðar hafa verið til litunar. Farið verður að tína jurtir í nágrenninu. Kennd er meðhöndlun á ull áður en hún er lituð. Ullarband er grunnlitað með jurtalitum og yfirlitað t.d. með kopar og járni. Einnig verða notuð erlend lífræn efni s.s. indigo og kaktuslús. Nemendur fá kennslugögn og útbúa vinnubók með prufum.

Kennarar: Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 15 klst.
Tími: 14., 15., 16. og 17. september - fimmtudag og föstudag kl. 19-22, laugardag kl. 10 - 16 og sunnudag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 38.400 kr. (34.560 kr. fyrir félagsmenn) -  efni innifalið.

Sólarlitun - saumað veski

solarlitun Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni. Notuð er svokölluð „mjólk” sem textíllitunum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efni, til að mynda með þurrkuðum laufblöðum eða öðrum formum. Fyrra kvöldið er efnið litað en seinna kvöldið er gengið frá efninu og saumað veski/budda.  

NÁMSKEIÐ I:
Kennari: Sigurlaug Helga Jónasdóttir og Sigríður Poulsen.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 20. og 21. september - miðvikudag og fimmtudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 17.400 kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

 

NÁMSKEIÐ II:
Kennari: Sigurlaug Helga Jónasdóttir og Sigríður Poulsen.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 22. og 23. nóvember - miðvikudag og fimmtudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 17.400 kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Sápugerð - örnámskeið

sapugerd2Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að því loknu er sýnikennsla þar sem gerð er sápa sem nemendur fá með sér heim.

NÁMSKEIÐ I:
Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 3. október - þriðjudag kl. 18 – 21.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

NÁMSKEIÐ II:
Kennari: Ólafur Árni Halldórsson.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 4. október - miðvikudag kl. 18 – 21.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Jurtasmyrsl

jurtasmyrsl3 Á einu kvöldi læra nemendur að útbúa sitt eigið smyrsl úr íslenskum lækningajurtum. Eingöngu eru notuð lífræn hráefni, olíur og bývax. Um er að ræða sýnikennslu og fá nemendur krukku af smyrsli og leiðbeiningar að loknu námskeiðinu. Heimagerð smyrsli eru skemmtileg til eigin nota eða til gjafa.

Kennari: María Sif Magnúsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 2 klst.
Tími: 10. október - þriðjudag kl. 18 - 20. (Athugið breytt dagsetning miðað við bækling! átti að vera 17. október)
Námskeiðsgjald: 6.500 kr. (5.850 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e