Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Orkering, knipl og prjón

Orkering

orkering framhald

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir bæði skrifaðar og eftir teikningum. Orkeraðar blúndur eru til dæmis notaðar framan á peysufataermar, í skartgripi, dúka eða aðra skrautmuni.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.

Tími: 8., 15., 22., og 29. október - þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.

Námskeiðsgjald: 35.400 kr. (31.860 kr. fyrir félagsmenn) - garn, skytta og heklunál er innifalið.

Kniplaðir smáhlutir - hjörtu, blóm og fleira

Knipl ornamskeidKnipl byggir á að þræði á litlum trékeflum er brugðið á ákveðin hátt utan um títuprjóna svo úr verður blúnda. Kynntir eru þeir fjölbreyttu möguleikar sem felast í gerð ýmissa smáhluta. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur fá til eignar eftir námskeiðið efni og áhöld til að halda áfram að knipla.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 21. og 28. október - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 18.200 kr. (16.380 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

tvibandavettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar á prjóna nr. 2,5 og nr. 3 eftir uppskrift frá kennara. Nemendur koma með garn, sokkaprjóna og nál.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 18. og 25. nóvember - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e