Námskeið

Prjónatækni

prjonataekniHúsgangsfit, silfurfit, slétt og brugðin lykkja, perluprjón, tvöfalt perluprjón, affelling í sléttu og brugðnu prjóni, tvöfaldur kantur, kaðlaprjón, blúnduprjón og tvíbandaprjón eru á meðal þess sem nemendur kynnast á námskeiðinu. Nemendur hafi með sér 5 sokkaprjóna og garn sem hæfir prjónastærð.

Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 8 klst.
Tími: 17., 24. og 31. október og 7. nóvember - þriðjudag kl. 17:30 - 19:30
Námskeiðsgjald: 19.200 kr. (17.280 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.