Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Tálgun

Tálgun fyrir heimilið

talgun fyrir heimilidÁ námskeiðunum er lögð sérstök áhersla á gerð nytjahluta og áhalda fyrir heimilið, sérstaklega eldhúsið. Einföld bitáhöld eru notuð og „örugga sænska tálgutæknin“ kennd. Notaðar eru fjölmargar íslenskar ferskar viðartegundir. Lesið er í skóginn og form og eiginleikar einstakra trjátegunda og gæði viðarins skoðuð út frá ólíkum aðstæðum, umhirðu og vaxtarskilyrðum trjánna. Lögð er áhersla á sjálfbærni í efnisöflun með skógar/trjáhirðu í nærumhverfi og lágmarks kostnað við vinnslu verkefna. Ýmiss áhöld og búnaður fyrir heimilið eru unnin á námskeiðinu, t.d. sleifar, ausur, brauð­bretti, snagar og spaðar.

Í samstarfi við Skógræktina.

Námskeið I:
Leiðbeinandi: Ólafur Oddsson.
Lengd námskeiðs: 5 skipti = 22 klst.
Tími: 9., 16., 23. maí og 6. júní, fimmtudaga kl. 18 - 22 og laugardaginn 18. maí kl. 10 - 15.
Námskeiðsgjald: 59.400 kr. (53.460 kr. fyrir félagsmenn HFÍ / Skógræktarfélaga) - efni og afnot áhalda er innifalin.
Staðsetning: Nethylur 2e - skógarferð í Kjós á laugardegi.

 

Námskeið II:
Kennari: Benedikt Axelsson.
Lengd námskeiðs: 4 skipti / dagar = 22 klst.
Tími: 18., 19., 20. og 21. júní, þriðjudag til föstudags kl. 10:00 - 15:30.
Námskeiðsgjald: 59.400 kr. (53.460 kr. fyrir félagsmenn HFÍ / Skógræktarfélaga) - efni og afnot áhalda er innifalin.
Staðsetning: Nethylur 2e - skógarferð á öðrum degi námskeiðsins.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e