Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Þjóðbúningur kvenna

thjodbuningar 3Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Námskeið I:

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 2. september, saumatímar 16. september - 18. nóvember, mánudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 134.000 kr. (120.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

 

Námskeið II:

thjob dagnamskeid

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 18. september, saumatímar 2. október - 4 . desember, miðvikudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 134.000 kr. (120.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Baldýring

baldyringGullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og nemendur eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem upphlutsborðum.

Kennari: Inda Dan Benjamínsdóttir.
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 24 klst.
Tími: 28. og 29. september, 6., 12., 13., 26., 27. október og 3. nóvember - laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 65.800 kr. (59.220 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Knipl á þjóðbúning

knipl thjodbuning vor2019Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki. Athugið að námskeiðið er þrjú skipti með möguleika á að bæta við fjórða skiptinu ef þarf.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 10 klst.
Tími: 5., 7. og 14. október - laugardag kl. 10 - 14 og mánudaga kl. 18 - 21. Mögulegt er að bæta við laugardeginum 19. október kl. 10 - 13 (greiðist sérstaklega).
Námskeiðsgjald: 27.000 kr. (24.300 kr. fyrir félagsmenn) - nemendur fá afnot af kniplbretti og kniplpinnum, efni er ekki innifalið.

Sauðskinnsskógerð

SauðskinnsskógerðSauðskinnskór voru skófatnaður Íslendinga um aldir. Nemendur læra að gera bryddaða sauðskinnskó. Skór sniðnir, tá og hæll saumað saman og varpað með sterkum þræði til að styrkja skinnið og draga opið saman. Að lokum er bryddað með hvítu eltisskinni. Nemendur koma með skæri og fingurbjörg.

Kennari: Freyja Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 19. og 26. september - fimmtudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 21.200 kr. (19.080 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Prjónaðir íleppar

ilepparÍleppar eru gjarnan með myndprjóni og/eða röndum, svo og útaukningu og affellingu við enda. Á námskeiðinu erum munstur og aðrar hugmyndir ræddar og myndir sýndar til glöggvunar. Nemendur komi með prjóna nr. 2 og einband í mörgum litum, í litlum hnyklum nema aðallit.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 30. október - miðvikudag kl. 18 - 21. 
Námskeiðsgjald:  8.100 kr. (7.290 kr. fyrir félagsmenn) – efni er ekki innifalið.

Höfuðbúnaður

hofudbunadurViðfangsefni námskeiðsins er höfuðbúnaður við faldbúninga, skautbúning eða kyrtil. Nemendur gera krókfald, spaðafald eða skautfald. Allt sem þarf til höfuðbúnaðarins er útvegað af kennara. Gera má ráð fyrir allt að 15.000 kr. efnisgjaldi.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 9 klst.  
Tími: 26. og 27. október - laugardag kl. 10 - 16 og sunnudag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 28.620 kr (25.760 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Umsjónartímar í þjóðbúningasaumi

umsjonatimar

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli - sjá www.buningurinn.is. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi, til dæmis skyrtu- og svuntusaum eða lagfæringar á eldri búningum.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Tími: 5. október, 2. nóvember og 7. desember - laugardaga kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 8.500 kr. skiptið (7.650 kr. fyrir félagsmenn).

Akureyri

akureyriNámskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendurvinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Tími: 21. - 22. september, 19. - 20. október, 16. - 17. nóvember, laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 17.
Námskeiðsgjald: Hver helgi 40.000 kr. (36.000 kr. fyrir félagsmenn).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e