Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Þjóðbúningar

Baldýring

2016 baldyringGullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og nemendur eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem upphlutsborðum.

Kennari:  Inda Dan Benjamínsdóttir.

Lengd námskeiðs: 8 skipti = 24 klst.     

Tími: 4 helgar, 7.-8., 14.-15., 21.-22. og 28.-29. janúar, laugardaga og sunnudaga

kl. 10-13.

Námskeiðsgjald: 57.600 kr. (51.840 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Flauelsskurður

flauelsskurdur baeklÁ námskeiðinu er kenndur flauelsskurður og perlusaumur. Þessi aðferð er gjarnan notuð til að skreyta treyjur og kraga við faldbúninga. Nemendur byrja á því að gera prufu og síðan til að mynda borða eða kraga á faldbúningstreyju. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ. 

Kennari:  Inda Dan Benjamínsdóttir.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.     

Tími: 8., 15., 22. og 29. janúar -  sunnudagar kl. 10 - 13.

Námskeiðsgjald: 28.800 kr. (25.950 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Þjóðbúningur kvenna

2016 thjodbuningur CopySaumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar – sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari: Jófríður Benediktsdóttir.

Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  

Tími: Máltaka 23. janúar, saumatímar  6. febrúar - 10. apríl,mánudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 115.000 kr. (103.500 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Þjóðbúningur barna

2016 barnabuningarSaumaður er þjóðbúningur á telpu eða dreng allt að 10 ára aldri – sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Gert er ráð fyrir að búningarnir endist í nokkur ár þó barnið stækki. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 8 skipti = 24 klst.     

Tími: Máltaka 31. janúar, saumatímar  14. febrúar - 28. mars,þriðjudaga kl. 18.30 - 21.30.

Námskeiðsgjald: 82.500 kr. (74.250 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Undirpils fyrir þjóðbúninga

2016 undirpilsUndir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning. Pilsið er klæðskerasniðið, nemendur mæta fyrir fyrsta kennslutíma í máltöku og efnisval. Allt efni er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 9. og 16. febrúar - fimmtudaga kl. 18:30 - 21:30.

Námskeiðsgjald: 18.400 kr. (16.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Handlínur

handlinur kbHandlína er fagurlega útsaumaður klútur sem hangir við belti faldbúnings. Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa við gerð slíks búnings. Nemendur kynnast mismunandi gerðum af handlínum og velja eina þeirra til eftirgerðar. Gerðar eru prufur með ólíkum útsaumsgerðum áður en valið fer fram. Gerð handlínu er langtímaverkefni og er því gert er ráð fyrir að þörf sé á viðbótar umsjónartímum sem greitt er fyrir sérstaklega.

Umsjón og kennsla: Kristín Bjarnadóttir og Katrín Jóhannesdóttir.

Lengd námskeiðs:  4 skipti = 15 klst.

Tími: 11. febrúar -laugardag kl. 10-16, 13. mars, 24. apríl og 15. maí - þrjú mánudagskvöld kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 38.000 kr. (34.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni í prufur innifalið.

Saumað út í peysufatabrjóst

peysbrjost rettPeysufatabrjóst er nauðsynlegur partur af peysufötum. Brjóstið er hvítt, gjarnan útsaumað og sést í opinu sem myndast á milli treyjubarmanna. Á námskeiðinu sauma nemendur út í peysufatabrjóst og fá aðstoð við frágang. Valin eru munstur og útsaumsgerðir í samráði við kennara.

Kennari: Halldóra Arnórsdóttir

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.

Tími: 22. febrúar, 1. og 8. mars - miðvikudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald:  21.600 kr. (19.440 kr. fyrir félagsmenn)- efni er ekki innifalið.

Lissuskyrta

lissur 1Velþekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum. Mynstrið er gert úr lissum sem nemendur læra að gera á námskeiðinu. Fyrst eru gerðar prufur þar sem aðferðin er kennd en síðan velja nemendur mynstur og vinna fullbúna skyrtu við 20. aldar upphlut.

Kennarar:  Alma Róbertsdóttir og Oddný Kristjánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.     

Tími: 23. febrúar, 9., 16. og 30. mars, fimmtudaga kl. 18:30 - 21:30.

Námskeiðsgjald: 38.700kr. (34.830 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Faldbúningstreyja

flauelsskurdur baeklÁ námskeiðinu sauma nemendur treyju við faldbúning. Þeir sem skreyta vilja treyjuna flauelsskurði eða baldýringu þurfa að hafa lokið þeim hlutum áður en námskeiðið hefst.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir

Lengd námskeiðs: 7 skipti = 21 klst.

Tími: 18. apríl - 30. maí - þriðjudaga kl. 18.30-21.30

Námskeiðsgjald: 73.100 kr. (65.790 kr. fyrir félagsmenn HFÍ)

Faldbúningur - Skautbúningur - Kyrtill

faldbuningurUmsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli - sjá nánar á www.buningurinn.is. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur.

Tími: 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl og 6. maí - laugardaga kl. 10 - 13.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.

Námskeiðsgjald: 7.300 kr. skiptið (6.500 kr. fyrir félagsmenn).

Akureyri - Þjóðbúningasaumur

   2016 thjodbuningur CopyNámskeið í þjóðbúningasaumi á Laugarlandi í Eyjafirði. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.

Tími: 18.-19. febrúar, 18.-19. mars, 20.-21. maí, lau. og sun. kl. 10 - 17.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.

Námskeiðsgjald: Hver helgi 35.500 kr. (32.000 kr. fyrir félagsmenn).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e