Aðalfundur
Aðalfundur var haldin 15. maí 2019 - fundargerð aðalfundar má sjá hér.
Prjónakaffi
Prjónakaffið er komið í sumarfrí - júní, júlí og ágúst. Næsta prjónakaffi er fyrsta fimmtudagskvöldið í september þann sjötta.
Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins, er haldið í húsnæði félagsins, Nethyl 2e, Reykjavík (sjá staðsetningu hér) mánaðarlega, alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði, húsið opnar kl. 19 en kynningar hefjast kl. 20.00.
Prjónakaffið er frábær vettvangur handverksfólks til að hittast og bera saman bækur sínar og verkefni. Í hverju prjónakaffi kemur gestur og kynnir hugðarefni sitt, oftast eitthvað sem tengist handverki á einhvern hátt. Það eru allir velkomnir í prjónakaffi. Kaffi og meðlæti selt á sanngjörnu verði á staðnum.
Opið hús
Þriðja miðvikudag í mánuði, kl. 13:00 - 16:00 er opið hús í Nethylnum. Þá bjóðum við öllum félagsmönnum og gestum þeirra sérstaklega í heimsókn. Það er heitt á könnunni og oftast eitthvert meðlæti.
Það er hægt að koma með handavinnuna með sér, eða ekki, og eiga notalegt spjall við starfsmenn HFÍ og aðra félagsmenn. Verið hjartanlega velkomin á opna húsið.
Opinn handavinnudagur
Vorönn - handvinnudagar Halldóru hefjast fimmtudaginn 12. september 2019.
Alla fimmtudaga, kl. 13:00 - 17:00 býður Heimilisiðnaðarfélagið upp á opinn handavinnudag í húsakynnum sínum, Nethyl 2e. Útsaumur, prjón, hekl og bútasaumur. Tilvalið fyrir þá sem eiga ókláraða handavinnu inni í skáp. Handavinnudagarnir verða út maímánuð.
Leiðbeinandi er á staðnum, Halldóra Arnórsdóttir. Verð kr. 1.500,- fyrir daginn. Kaffi og meðlæti. Allir eru velkomnir á opna handavinnudaginn.