Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Þrívíddarvefnaður - helgarnámskeið

thrividdarvefnadur 2Á námskeiðinu eru ofnar körfur í vefstól með þrívíddarvefnaði. Notuð eru tvívíð snið við vefnaðinn en karfan síðan dregin saman og gerð þrívíð eftir að stykkið er tekið úr vefstólnum. Aðferðin býður upp á fjölmarga möguleika og hægt er að nota margskonar uppistöðu og ívaf.

Kennari: Guðrún Kolbeins.

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 18 klst.

Tími: 13.-15. janúar, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 9 - 15.

Námskeiðsgjald:  43.200 kr.(38.800  kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Vefnaðarnámskeið, janúar-febrúar / 5 vikur

damaskvefnadurNámskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefnaval er frjálst en á þessu námskeiði býðst nemendum að spreyta sig á damask­vefnaði með munstrum úr Sjónabókinni. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs. Unnið er með vefnaðarforritið WeavPoint við gerð uppskrifta þar sem við á.

Kennari: Guðrún Kolbeins.

Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.

19. janúar – 21. febrúar, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.

Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., fim. og lau. en næstu þrjár vikur þri. og lau.

Námskeiðsgjald: 86.400 kr. (77.760 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Vefnaðarnámskeið, mars - apríl / 5 vikur

vefnadur 2Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefnaval er frjálst en á meðal möguleika eru púðar, dúkarenningar, veggteppi eða púðar með rósabandi o.fl. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.

Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.

7. mars – 8. apríl, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.

Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., mið. og lau. en næstu þrjár vikur mið. og lau.

Námskeiðsgjald: 86.400 kr. (77.760 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Vefnaðarnámskeið - júní 5 dagar

vefnadur 1Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja læra að setja upp í vefstól. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefni eru að eigin vali í samráði við kennara til að mynda púðar, dúkarenningar, mottur eða veggteppi. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.

Lengd námskeiðs: 5 skipti = 30 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.

Tími: 19. - 23. júní, mánudag - föstudag kl. 9 - 15.

Námskeiðsgjald: 72.000 kr. (64.800 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Myndvefnaður

myndvefnadurVefnaður sem unnin er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum og hefur þann góða kost að vera fyrirferðalítill. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.

Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.

Tími: 1., 8., 15., 22. og 29. mars og 5. apríl miðvikudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 44.200 kr. (39.700 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Spjaldvefnaður

2016 spaldvefnadurSpjaldvefnaður er ævaforn vefnaðartækni sem hefur hér á landi þróast á sérstakan hátt. Spjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.

Kennari: Philippe Ricart.

Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.

Tími: 25. apríl, 2., 9., og 16. maí - þriðjudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 29.800 kr. (26.820 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e