Námskeið

04.08 - 07.08

Handverksnámskeið fyrir börn

Að venju verður boðið upp á handverksnámskeið fyrir 8 - 12 ára börn í sumar.
10.08 - 14.08

Handverksnámskeið fyrir börn

Að venju verður boðið upp á handverksnámskeið fyrir 8 - 12 ára börn í sumar.
26.08 - 02.09

Flauelisskurður

Á námskeiðinu er kenndur flauelsskurður með perlusaum eða snúruásetningu. Þessi aðferð er gjarnan notuð til að skreyta treyjur og kraga við faldbúninginn.
27.08 - 29.10

Peysufatapeysa

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið
08.09 - 24.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
12.09 - 24.10

Prufuvefnaður

Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Nemendur setja sameiginlega upp í vefstóla og vefa að lágmarki 8 mismunandi prufur t.d. vaðmál, odda vaðmál, hringja vaðmál, vöffluvef, glit, þráðavef, pokavoð o.fl.
14.09 - 05.10

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
17.09 - 17.09

Tvöfalt pjrón - örnámskeið

Á námskeiðinu læra nemendur tvöfalt prjón, þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðallitur öðru megin en munsturlitur hinumegin. Nauðsynlegt er að nemendur kunni að prjóna þar sem námskeiðið er ein kvöldstund.
19.09 - 19.09

Töskugerð - leðurtöskur

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
21.09 - 30.09

Tálgun fyrir heimilið - sjálfbærni og sköpun

Á námskeiðinu læra þátttakendur að tálga með ólikum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla er lögð á gerð nytjahluta fyrir heimilið, t.d. eldhúsið. Unnið er með fimm íslenkar viðartegundir sem vaxa í nærumhverfi okkar. Allir læra að kljúfa í einn lítinn grip og annan lengri, tálga bolla/krús, skóflu/skeið/steikarspaða eða skóhorn auk þess sem kenndar eru aðferðir til skreytinga. Hægt er að velja um önnur fjögur verkefni t.d. fugla, saltbát/skál eða snaga. Lögð er sérstök áhersla á góða umgengni við bitáhöldin og kenndar áhrifaríkar brýningaraðferðir.
25.09 - 18.11

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
26.09 - 31.10

Baldýring

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
29.09 - 03.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
07.10 - 14.10

Litafræði

Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði í litafræði. Námskeiðið er bæði í formi fyrirlesturs og æfinga. Teknar eru fyrir leiðir til að vinna með litaval og litasamsetningar. Farið er í efnisfræði lita, t.d. áhrif lita á mismunandi textíl. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem stunda vefnað eða prjónaskap.
07.10 - 14.10

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
10.10 - 19.10

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
12.10 - 19.10

Eplakarfa / prjónakarfa

Kennd eru undirstöðuatriði í kröfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.
15.10 - 15.10

Kanntu að spinna á halasnældu - örnámskeið

Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu. Námskeiðið er hugsað sem kynning á grunnhandtökum en vakin er athygli á lengra námskeiði sem hægt er að sækja í framhaldinu.
17.10 - 18.10

Hattagerð 1

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
22.10 - 19.11

Spjaldvefnaður

Spjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.
24.10 - 25.10

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
02.11 - 04.11

Vinna úr mannshári

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.
02.11 - 02.11

Spiladós - örnámskeið

Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki. Nemendur geta keypt efni og spilverk eftir námskeiðið til að taka með heim.
04.11 - 04.11

Prjónaðir íleppar

Íleppar eru gjarnan með myndprjóni og/eða röndum, svo og útaukningu og affellingu við enda. Á námskeiðinu erum munstur og aðrar hugmyndir ræddar og myndir sýndar til glöggvunar.
07.11 - 19.11

Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið

10.11 - 17.11

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum.
11.11 - 18.11

Uppsetning á púðum

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
12.11 - 19.11

Undirpils fyrir þjóðbúning

Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning.
14.11 - 14.11

Kríl - örnámskeið

Kríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.
15.11 - 15.11

Landnámsspuni

Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á. Ullar- og spunateinar eru til staðar og til sölu að námskeiði loknu, kembur eru innifaldar.