Til baka
Formprjónaðir sokkar - námskeið
Formprjónaðir sokkar - námskeið

Formprjónaðir sokkar - námskeið

Vörunr.
Verðmeð VSK
18.600 kr.
2 Í boði

Lýsing

Formprjónaðir sokkar - tveir í einu.

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 13. og 27. September – miðvikudagar kl. 18-21

Námskeiðsgjald: 18.600 kr. (16.740 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Á þessu námskeiði eru prjónaðir langir sokkar sem hægt er að nota við þjóðbúning eða dagsdaglega. Farið verður yfir hvað formprjón er og hverju þarf að huga að þegar verið er að formprjóna. Mikilvægt er að nemendur kunni grunnaðferðir í prjóni, að fitja upp og prjóna slétt og brugðið.

Í fyrri tímanum verður fitjað uppá frá tá og byrjað að prjóna leystann,

Í seinni tímanum verið farið í hælinn og mótun á sokknum yfir leggina. Mikilvægt er að nemendur vinni heimavinnuna milli tíma til að námskeiðið nýtist sem best.

Nemendur þurfa að hafa með sér langan hringprjón (100-150cm) í stærð 2mm og sokkaband til dæmis Isager sokkaband (fæst í Ömmu mús) eða sambærilegt band, 150-300 gr. eftir stærð og lengd.

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að skoða leiðbeiningar af sokkunum í nýjasta tölublaðinu af Hugur og Hönd.