Þjóðbúningar

26.08 - 02.09

Flauelisskurður - FULLBÓKAÐ

Á námskeiðinu er kenndur flauelsskurður með perlusaum eða snúruásetningu. Þessi aðferð er gjarnan notuð til að skreyta treyjur og kraga við faldbúninginn.
27.08 - 29.10

Peysufatapeysa - FULLBÓKAÐ

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið
08.09 - 24.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið - FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
25.09 - 18.11

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
10.10 - 19.10

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
12.11 - 19.11

Undirpils fyrir þjóðbúning

Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning.