BALDÝRING - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

BALDÝRING - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

Kennarar: Anna Stefanía Magnúsdóttir og Ólöf Engilbertsdóttir.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.

Tími:  21., og 28. október og 18. og 25. nóvember,  fimmtudagar kl. 18.30 -21.30.  

Námskeiðsgjald: 35.870 kr. (32.290 kr. fyrir félagsmenn) - efni ekki innifalið.

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.

 

Framhaldsnámskeið í baldýringu. Nemendur þurfa að kunna að baldýra.  

Nemendur gera upphlutsborða á 19. eða 20. aldar búning.

 

Nemendur taki skæri, fingurbjargir og saumtvinna með sér. Einnig er gott að taka stækkunargler með sér ef fólk á.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.