Handlitun á garni - námskeið - FELLUR NIÐUR

Handlitun á garni

Kennari: Guðrún Ólafsdóttir

Lengd námskeiðs:  2 skipti = 6 klst.

Tími: 26. og 27. mars - laugardagur og sunnudagur kl. 10 - 13.

Námskeiðsgjald: 19.200 kr. ( 17.280 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Á námskeiðinu læra nemendur bæði heita og kalda litun á ullarbandi, silki, hör og bómull. Litað er með kemiskum litum. Nemandi kemur með eigið garn sem búið er að vefja upp í hespur og litar það á námskeiðinu. Gott að koma með bæði ull og bómullargarn. Tilvalið fyrir þá sem eiga eitthvað af garni en ekki í réttum litum. Nemendur mæta með hlífðarföt eða svuntu.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.