Hattagerð

Hattagerð

Kennari: Helga Rún Pálsdóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 13 klst.

Tími: 16. og 17. október - laugardag kl. 9 – 16 og sunnudag kl. 9 – 15.

Námskeiðsgjald: 56.500 kr. (50.850 kr. fyrir félagsmenn)  - Efni er innifalið.

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt. Nemendur koma með helstu saumaverkfæri, s.s. skæri, tvinna, málband, reglustikur, krít, títiprjóna og gott er að hafa fingurbjörg því um er að ræða mikinn handsaum. Efniskostnaður er innifalinn en nemendur geta gjarnan komið með fjaðrir, perlur og annað auka til að skreyta með.