Kniplað jólaskraut og bókamerki - FELLUR NIÐUR

Kniplað jólaskraut og bókamerki

Kennari:  Anna Jórunn Stefánsdóttir.

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.

Tími: 17., 24. og 31. október– mánudagar kl. 18-21

Námskeiðsgjald: 29.000kr (26.100kr. fyrir félagsmenn) efni í prufur er innifalið

 

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum. Gert er ráð fyrir heimavinnu milli kennslustunda. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa kniplað áður eða þekkja grunnbrögðin.

Gott er að koma með flatan kniplpúða ef nemendur eiga en bretti og kniplpinna er einnig hægt að fá lánað á staðnum.