Loftljós / körfugerð

Loftljós / körfugerð

Kennari: Margrét Guðnadóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti - 6 klst.

Tími: 18. og 25. október mánudagar kl. 18-21.

Námskeiðsgjald: 21.880 kr. (19.692 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Á þessu tveggja kvölda námskeiði verður fullunnið loftljós sem ofið er með aðferð körfugerðarvefnaðar.

Ofið er með sívalar tágar þar sem fléttað / ofið er með 3 þræði í einu sem myndar þétta fallega áferð.

Nemendur velja um misbreiðar rendur af sefgrasi og mismunandi frágang á köntum.

Í lok námskeiðs verður kennd aðferð við litun á ljósinu.

Stærð ljóssins er u.þ.b. 24 cm á hæð og 34 cm á breidd.