Prjónaðir íleppar - myndprjón

Prjónaðir íleppar

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 16. maí – mánudagur kl. 18 – 21. 

Námskeiðsgjald: 8.400kr. (7.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið

Íleppar eru gjarnan með myndprjóni og/eða röndum, svo og útaukningu og affellingu við enda. Á námskeiðinu eru munstur og aðrar hugmyndir ræddar og myndir sýndar til glöggvunar.

Nemendur koma með prjóna nr. 2 og einband eða sambærilegt garn í mörgum litum, bæði heila eða næstum heila dokku í grunnlit/ aðallit og litla afgangs hnykla í munstur.

Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa áhuga á að prófa sig áfram í myndprjóni sem hægt er að nýta í framtíðarverkefni. 

Hámarksfjöldi nemenda er átta.