Spiladós - örnámskeið - ný dagsetning

Spiladósir

Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 7. desember – mánudag kl. 18 – 21.

Námskeiðsgjald: 12.100 kr. (10.890 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki. Nemendur geta keypt efni og spilverk eftir námskeiðið til að taka með heim.