Uppsetning á púðum

Uppsetning á púðum

Kennari: Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 30. nóvember og 7. desember - miðvikudagar kl 18.00-21.00

Námskeiðsgjald: 17.900 kr. (16.110 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.

Efni í umgjörð og bak ásamt rennilásum er hægt að kaupa á staðnum en einnig er hægt að koma með sitt eigið.

Nemendur þurfa að koma með saumavél (hægt að fá lánaða saumavél á staðnum, ef þess þarf að látið vita fyrir fram).

Nemendur þurfa einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira. 

Hámarksfjöldi nemenda er átta.