Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið

 Vefnaðarnámskeið – framhaldsnámskeið

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.

Lengd námskeiðs: 5 skipti = 19 klst.

Tími: 13. og 14. nóvember – laugardagur og sunnudagur kl. 10-15, 16., 23. og 30. nóvember – þriðjudagar kl. 18-21

Námskeiðsgjald: 56.620 kr. (50.950 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa komið á námskeið eða hafa reynslu af vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Kennari aðstoðar við val á verkefnum og leiðbeinir við útreikninga og uppsetningu. Viðvera kennara er talsverð í upphafi námskeiðsins en nemendur hafa aðgang að vefstofu á opnunartíma HFÍ fram að jólafríi, Þorláksmessu, og síðan til 20. janúar. Námskeiðið hentar vel þeim sem þegar hafa kynnst vefnaði.

Hámarksfjöldi nemenda er átta.