Vefnaður með Åse Eriksen - FULLBÓKAÐ

Kennari: Åse Eriksen

Lengd námskeiðs: 30 klst.

Tími: 24. - 28. ágúst, miðvikudagur - sunnudagur kl. 10-13 og 14-17, hádegishlé er milli kl 13-14. 

Verð: 99.000 (89.100 kr. fyrir félagsmenn). Efni innifalið. 

Á námskeiðinu sýnir Åse hvernig hægt er að nota gömul mynstur með einföldum vefstólum með 2-6 sköftum (sjá hér: http://www.kirketekstiler.com/teknikker.htm). Aðferðirnar voru notaðar til að vefa mynstur og notuð er tækni til að geyma og endurtaka mynstur einingu. Þessar aðferðir þróuðust fyrst í Kína til að vefa úr silki. Síðan bárust aðferðirnar vestur yfir mið-Asíu, til Miðjarðarhafsins og Evrópu um miðaldirnar. Við getum notað þessar aðferðir með ýmsum efnum sem við þekkjum í dag. 

Námskeiðið er ætlað nemendum sem þegar hafa nokkra reynslu af vefnaði. 

Åse Eriksen er norsk vefnaðarlistakona (sjá http://www.aaseeriksen.no). Hún lærði í Norska ríkislistaskólanum í Bergen og hefur verið með eigin verkstæði/vefstofu síðan snemma á níunda áratugnum. Hún hefur unnið í mörg ár sem listamaður og ráðgefandi fyrir kirkjur. Á seinni árum hefur Åse rannsakað og unnið með fornan vefnað/textil sem hafa fundist í Noregi. Hún vinnur með öðrum textilfræðimönnum sem leggja til sína þekkingu og sjónarhorn. Vefnaðartækni Åse byggir á gamalli og nýrri tækni; tengir forn verkfæri og aðferðir við nýja þekkingu.

Skráning á násmkeiðið fer fram á [email protected]