Víravirki á Akureyri

Kennari:  Júlía Þrastardóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 9 klst.

Tími: 24. og 25. febrúar kl 10.00-15.00 með 30 mín hádegishléi - laugardagur og sunnudagur 

Námskeiðsgjald 47.000 kr. (42.300 kr. fyrir félagsmenn) efni er innifalið

Á þessu námskeiði er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.

Byrjendur byrja á að smíða einn hlut annað hvort hálsmen og eyrnalokka eða nælu við þjóðbúning, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og gott er að koma með glósubók og penna.