Víravirki - framhald

VÍRAVIRKI FRAMHALD

Kennari:  Júlía Þrastardóttir

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 9 klst.

Tími: 15. – 16. Október kl 10.00-15.00 með 30 mín hádegishléi - laugardagur og sunnudagur

Námskeiðsgjald 37.000 kr (33.300 kr fyrir félagsmenn) efni er ekki innifalið

Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.

 Á námskeiðinu er farið ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Nemendur velja sjálfir það verkefni sem þeir vilja en nauðsynlegt að hafa samband fyrir fram ef eitthvað sérstakt á að gera eins og t.d. millur þannig að kennarinn geti passað að vera með allt sem þarf. Einnig verður kennari með hugmyndir og sýnishorn á staðnum og því ekki skilyrði að vera búin að ákveða verkið fyrir fram. Námskeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki.

Nemendur geta keypt allt efni sem þarf af kennara