Kljásteinavefstaðurinn - kljásteinarnir klingja var gefin út hjá Museeumssenteret i Hörðalandi í Noregi. Höfundar verksins eru þrír, en þær Hildur Hákonardóttir, Marta Klove Juuhl og Elizabeth Johnston gefa lesandanum sýn á vinnu kvenna á Íslandi, Noregi og Hjaltlandseyjum á tímum þegar vefnaður var mikilvæg atvinnugrein
Bókin er að mestu skrifuð á ensku, utan faglegra leiðbeininga en hún er einnig ríkulega myndskreytt og inniheldur m.a. leiðbeiningar um uppsetningu á kljásteinavef. Kljásteinavefstaðurinn - kljásteinarnir klingja er ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á vefnaði, handverki og sagnfræði.
Höfundar: Hildur Hákonardóttir (Ísland), Marta Klove Juuhl (Noregur) og Elizabeth Johnston (Hjaltlandseyjar)
Ritstjórn: Randi Andersen, Atle Ove Martinussen
Útgefandi: Skald Forlag, 2016
ISBN: 8279592199, 9788279592198
Blaðsíðufjöldi: 301