Tudor Fashion eftir Eleri Lynn er ríkulega myndskreytt bók um klæðnað á tímum konunga og drottninga Tudor ættarinnar, sem réði ríkjum í Englandi og Wales á tímabilinu 1485-1603. Þetta voru róstursamir tímar þar sem tekist var á um völd og trúmál, og fatnaður hefðarfólks spilaði stórt hlutverk í valdabaráttu þess. Aðeins örfá dæmi finnast um klæðnað sem lifað hefur af notkun og endurnýtingu frá þessum umbrotatímum, en sagnfræðingurinn Eleri Lynn rýnir í málverk, ritaðar heimildir og textílbrot til að setja saman heildstæða mynd af tísku þess tíma. Bókin Tudor Fashion hefur unnið til verðlauna í flokki sagnfræðirita og ætti áhugafólk um sögu tísku, textíls og Tudor ættarinnar ekki að láta hana framhjá sér fara.
Höfundur: Eleri Lynn
Útgefandi: Yale University Press
ISBN: 9780300260588
Blaðsíðufjöldi: 208