ÞRÁÐUR - námskeið fyrir 12-15 ára á Árbæjarsafni

Í sumar verður boðið upp á fróðleg og skapandi námskeið á Árbæjarsafni í tengslum við sýninguna Karólína vefari sem opnuð verður í maí. Haldin verða tvö tveggja daga námskeið fyrir börn á aldrinum 12-15 ára (fædd 2006-2009). Kennsla fer fram milli klukkan 10:00 og 14:00 báða dagana.
Á námskeiðunum fá börnin að vefa sína eigin lyklakippu eða bókamerki og kynnast eiginleikum íslensku ullarinnar.
Börnin fá innsýn í sögu Karólínu Guðmundsdóttur vefara og skoða sýninguna með leiðsögn. Þá læra þau um möguleika ullarinnar, hvernig þráður er unninn úr ullarreyfi og ýmislegt fleira.
Kennari námskeiðisins veitir leiðsögn í að vefa lyklakippu/ bókamerki í vefnaðarramma sem börnin fá til eignar og geta svo unnið fleiri hugmyndir á námskeiðinu ef tími gefst til.
Kennari á námskeiðunum verður Sigríður Ólafsdóttir, listgreinakennari og vöruhönnuður.
Námskeiðin eru samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélags Íslands.
Allar frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á bókunarvef Borgarsögusafns.