Vorferð Heimilisiðnaðarfélags Íslands 2024

Opið er fyrir skráningu í vorferð Heimilisiðnaðarfélags Íslands!
Lagt verður af stað laugardaginn 4. maí klukkan 09:00 frá Heimilisiðnaðarfélaginu í Nethyl 2e og er ferðinni heitið á Blönduós. Þar munum við heimsækja ullarþvotta- og spunaverksmiðju Ístex, þekkingasetur Textílmiðstöðvar Íslands þar sem við munum kynna okkur stafræna þróun í textílgerð og að lokum heimsækjum við Heimilisiðnaðarsafnið - Textile Museum. Við munum snæða hádegisverð um klukkan 13:45 á veitingastaðnum B&S þar sem súpa, brauð og kaffi verða í boði. Við munum stoppa reglulega á leiðinni en það er líka gott að hafa með sér smá nesti og eitthvað til að drekka í rútunni.
 
Áætluð heimkoma er klukkan 20:00-21:00 og verð á manninn eru 10.000 krónur. Athuguð að takmörkuð sæti eru í boði, skráning fer fram á heimasíðunni okkar: https://www.heimilisidnadur.is/.../skraning-i-vorferd-2024
 
Látið þessa frábæru ferð ekki framhjá ykkur fara!
Góða skemmtun!