Fundargerð aðalfundar 2022

109. aðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands var haldinn þann 2. maí síðastliðinn í Nethyl 2e. 

Á aðalfundi voru fluttar skýrslur stjórnar og nefnda, hægt er að lesa þær í aðalfundargerð með því að smella hér.

Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum og ríkti mikil bjartsýni um að það versta væri yfirstaðið í heimsfaraldri Covid-19. Við horfum því björtum augum fram á veginn og treystum því að félagsstarf næsta árs verði bæði fjölbreytt og skemmtilegt.