Karlmannsföt, efri hluti

AxlabandahringjurAxlabandahringur

Málmhringjur sem festar eru á axlabönd til að krækja þau föst við buxurnar.

AxlaböndAxlabönd

Spjaldofin eða útsaumuð axlabönd eru hluti íslenskra karlbúninga. Þau eru lögð í kross bæði að framan og aftan.

Brjóstadúkur

Karlmannsvesti, einfalt í sniðum, ermalaust, nær upp í háls og niður fyrir mitti. Það er hneppt á vinstri hlið og öxl og vasi utan á því neðst, vinstra megin.

Karlmannsföt, efri hlutiKarlmannsföt, efri hluti

Bæði karlar og konur gengu í skyrtu næst sér, síðan í einhvers konar vesti og loks í treyju eða jakka.

KarlmannshálsklúturKarlmannshálsklútur, karlmannshúfa

Hálsklútar karla eru gjarnan einlitir, svartir eða dökkir.

Karlmannshúfa

Húfur karla eru prjónaðar, röndóttar ullarhúfur með litlum skúf. 

KarlmannstreyjaKarlmannstreyja

Hluti 18. aldar karlmannsbúnings. Treyjan er aðskorin, kragalaus með sveigðum ermum og á þeim er hneppt ermaklauf með fjórum laufum. Framstykkin eru stór, tvíhneppt og hneppast hvort sem er til hægri eða vinstri. Hnappar úr tini, pjátri, beini eða silfri.

MussaMussa

Jakki karlmanna á 18. og 19. öld.

VestiVesti

Karlmannsflík úr ullarefni eða prjónað, svart, dökkblátt, mórautt, einstaka er dökkgrænt eða dökkrautt að lit. Það nær upp í háls og niður í mitti eða aðeins niður fyrir mitti. Framstykkin eru tvíhneppt og svo stór að hægt er að hneppa því vinstra yfir það hægra eða öfugt. Ullarbrydding er í hálsmáli og niður barmana í  í dökkum rauðum, bláum eða grænum litum. Hnappagöt eru á báðum boðungum, níu eða fleiri. Hnappar eða tölur úr tini, pjátri, beini eða silfri.