Litun

28.08 - 29.08

Handlitun á garni - námskeið

Á námskeiðinu læra nemendur bæði heita og kalda litun á ullarbandi, silki, hör og bómull.
08.09 - 15.09

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
22.09 - 29.09

Litafræði

Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði í litafræði. Námskeiðið er bæði í formi fyrirlesturs og æfinga. Teknar eru fyrir leiðir til að vinna með litaval og litasamsetningar. Farið er í efnisfræði lita, t.d. áhrif lita á mismunandi textíl. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem stunda vefnað eða prjónaskap.
17.11 - 21.11

Litun - Shibori tækni

Nemendur kynnast japanskri tækni við að lita efni. Notaðir eru kemískir litir og indego litur. Með aðferðinni má lita bómull, silki og hör. Aðal áherslan er á mismunandi aðferðir við að skapa munstur í efni.