19. aldar faldbúningur

19. aldar faldbúningurÁ 19. öld urðu búningar fábreyttari en verið höfðu. Faldbúningi fylgdi nú spaðafaldur. Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna var vafinn mislitur silkiklútur. Efri hluti búningsins breyttist lítið. Konur voru sem fyrr í nærskyrtu, mislitum upphlut, stuttri treyju sem skreytt var leggingum og borðum og með löngum, þröngum ermum og með lausan kraga. Pilsið var svart eða svarblátt, kallað samfella. Ekki var laus svunta heldur var sem samlit svunta væri felld inn í samfelluna og samskeyti brydduð frá streng að faldi. Samfellan var að neðan lögð flauelsleggingum, kniplingum eða hún var útsaumuð og munstur breiðast á svuntuhluta. Silkihálsklútur var festur með brjóstnælu, belti var um mitti og oft festar um háls. Hversdags gátu konur verið með djúpa skotthúfu í stað faldsins og það varð algengara er líða tók á öldina.

19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar

19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar   19. aldar faldbúningar