Þjóðbúningar

04.12 - 04.12

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - 4. desember

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
11.01 - 05.04

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
22.01 - 29.01

Baldýring - byrjendanámskeið

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
26.01 - 21.03

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
10.02 - 17.02

Sauðskinnsskór - námskeið

Sauðskinnsskór voru skófatnaður Íslendinga um aldir. Nemendur læra að gera bryddaða sauðskinnskó.
21.02 - 21.02

Prjónaðir íleppar - myndprjón

Íleppar eru gjarnan með myndprjóni og/eða röndum.