Þjóðbúningar

24.08 - 16.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
11.09 - 18.09

Baldýring - byrjendanámskeið

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
24.09 - 17.11

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
30.09 - 25.11

Þjóðbúningur herra og drengja - námskeið

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja - buxur, skyrta og vesti.
23.10 - 01.11

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
27.11 - 28.11

Höfuðbúnaður - námskeið

Viðfangsefni námskeiðsins er höfuðbúnaður við faldbúning, skautbúning eða kyrtil.