Annað

25.09 - 25.09

Leðursaumur - töskugerð

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
26.09 - 26.09

Leðursaumur framhald - seðlaveski og buddur

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leður/roð seðlaveski/kortaveski og/eða buddur. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa áður prófað leðursaum
16.10 - 17.10

Hattagerð

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
18.10 - 20.10

Vinna úr mannshári

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.
27.10 - 27.10

Sápugerð - örnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að honum loknum er sýnikennsla þar sem gerð er sápa úr jurtafitu sem nemendur fá með sér heim.