Annað

10.09 - 11.09

Víravirki

Á þessu námskeiði er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
12.09 - 03.10

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
08.10 - 09.10

Hattagerð I

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
15.10 - 16.10

Víravirki - framhald

Á námskeiðinu er farið ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Nemendur velja sjálfir það verkefni sem þeir vilja gera. Námskeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki
17.10 - 31.10

Kniplað jólaskraut og bókamerki

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
22.10 - 29.10

Bútasaumur úr endurunnum efnum

Bútasaumur á sér rætur víða og þekkist hjá flestum þjóðum, enda góð aðferð til að gefa textíl framhaldslíf. Á þessu námskeiði mun Christalena Hughmanick kynna hvernig megi endurnýta textíl við gerð bútasaums og fer yfir tengsl munsturs og menningar.
31.10 - 02.11

Vinna úr mannshári

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.
19.11 - 20.11

Hattgerð II - yfirdekktir og saumaðir hattar

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn yfirdekktan hatt (formuð er grind og klædd) og einn saumaðan hatt (saumað úr efni og fóðraður), einnig kennt hvernig gerð eru snið að saumuðum höttum