Annað

21.10 - 04.11

Kniplað jólaskraut

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
04.11 - 06.11

jólaskraut - faldbúnings freyja

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
09.11 - 09.11

Leðursaumur - töskugerð

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
11.11 - 18.11

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
16.11 - 17.11

Víravirki - hringur

Á þessu námskeiði munu gera nemendur hring úr víravirki. Násmkeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki. Nemendum stendur einnig til boða að gera önnur verkefni til dæmis millur.
23.11 - 24.11

Hattagerð - filthattar herra og dömu

Gerður er 1 einn klassískur filthattur, val er um að gera kven hatt eða herra hatt. Farið er í helstu tækni við gerð filthatta og klassískar skreytingar með rifsborðum og fjöðrum.