19. aldar peysuföt

19. aldar peysufötÁ 19. öld voru peysuföt oftast svört en gátu verið svarblá. Pilsið var úr ofnu efni, vaðmáli eða klæði. Peysan var aðskorin og með löngum, þröngum ermum. Á fyrri hluta aldarinnar var hún prjónuð úr fínu ullarbandi og síðan þæfð. Upp úr miðri öldinni varð sífellt algengara að sníða peysuna úr klæði. Á boðunga og fremst á ermar var saumað svart flauel. Að framan var peysan krækt þannig saman að hún var opin yfir barminn svo að þar sást í nærskyrtuna. Neðst á peysunni að aftan var þéttfelldur renningur úr sama efni og hún. Hann var nefndur stokkur eða stakkur og lagðist yfir pilsstrenginn. Peysan var einnig nefnd stokkapeysa eða stakkpeysa. Mislitur klútur var bundinn um hálsinn. Svuntan var langröndótt eða köflótt úr ullar- eða bómullardúk, jafnvel silki til spari. Húfan var djúp, prjónuð úr svörtu, fínu ullarbandi og var með rauðan, grænan, bláan eða svartan skúf. Hólkur úr vírborða eða silfri huldi samskeyti skotts og skúfs. Á 19. öld gengu flestar konur enn í ullarsokkum og sauðskinnsskóm.

19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt

19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt   19. aldar peysuföt