Skautbúningur

SkautbúningurSigurður Guðmundsson, málari, hannaði skautbúning á árunum 1858-1860. Skautbúningurinn var úr svörtu klæði, treyjan aðskorin, með löngum, þröngum ermum og náði niður í mitti. Sítt pilsið var fellt allan hringinn en fellingar þéttari að aftan en framan. Í hálsmáli og framan á ermum var hvít blúnda. Treyjan var krækt saman neðst en tekin saman með nælu við hálsmál, höfð opin yfir barmi og þar undir hvítt peysubrjóst, skreytt blúndu eða útsaumi. Á boðungum, um hálsmál og framan á ermum voru breiðir flauelsborðar með gull- eða silfurbaldýruðum blómsveigum og neðan á pilsið var saumaður breiður blómabekkur oftast með samskonar blómum. Saumað var í pilsið með skatteringu, leggsaum, lykkjuspori eða listsaumi. Svartur flauelskantur var neðst á pilsi. Hvítur faldur var á höfði og yfir honum faldblæja. Um faldinn var gyllt koffur. Um mittið var stokkabelti,oftast sprotabelti, brjóstnál var við hálsmál og hnappar á ermum. Við skautbúning klæddust konur svörtum sokkum og skóm.                

Skautbúningur   Skautbúningur   Skautbúningur   Skautbúningur   Skautbúningur 

Skautbúningur   Skautbúningur   Skautbúningur   Skautbúningur    Skautbúningur

 Skautbúningur   Skautbúningur