Skór

BlásteinnBlásteinn

Eirsalt (koparsúlfat, CuSO4) var notað sem hjálparefni við litun. Skinn meðhöndlað með blásteini varð grænt og algengt var að lita með honum skinn sem fara átti í skó, blásteinslitaða skó.

Eltiskinn

Skinn sem hefur verið mýkt og lýst með því að hnoða það og nudda.

RoðskórRoðskór

Skór saumaðir úr roði, oftast steinbítsroði. Þeir voru algengastir á Vestfjörðum. Roðskór voru saumaðir á svipaðan hátt og sauðskinnsskór en roðið entist mun skemur en skinnið.

Skinnskór, sauðskinnskórSkinnskór, sauðskinnskór

Skófatnaður Íslendinga um aldir. Þeir voru oftast gerðir úr sauðskinni, svonefndir sauðskinnsskór. Fínir spariskór voru úr sortulyngslituðu sauðskinni og bryddaðir hvítu eltiskinni. Sauðskinnsskór eru notaðir við faldbúninga og upphluti og peysuföt 19. aldar, einnig við karlmannabúninga.

SkóbryddingSkóbrydding

Þunn skinnræma (u.þ.b. 2,5 cm breið) sem saumuð er yfir skóvarp á skinnskóm með réttu á móti réttu, þá er hún brotin yfir varpið og lagt niður við hana að innanverðu. Fallegust þótti hvít eltiskinnsbrydding. Skór voru líklega ekki almennt bryddaðir fyrr en seint á 19. öld.

SkóvarpSkóvarp

Þegar búið er að sníða skóna og sauma saman á tá og hæl, þá er varpað með sterkum þræði (þveng) í opið bæði til að styrkja skinnið og draga opið eilítið saman. Ljósmynd úr Földum og skarti/Þorgerður Hlöðversdóttir.

Þvengir, skóþvengir, ristarþvengur, hælþvengur, ökklaþvengurÞvengir, skóþvengir, ristarþvengur, hælþvengur, ökklaþvengur

Skór voru bundnir með þvengjum sem voru ristir úr þunnu sauðskinni. Hælþvengir (ökklaþvengir) voru festir við hælinn á skónum, vafðir einn eða tvo vafninga um legginn og bundnir yfir ökklanum. Hitt þvengjaparið, ristarþvengirnir, var fest við hliðarnar á skónum og hnýtt saman þvert yfir ristina.