Námskeið

20.01 - 19.05

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
05.02 - 29.08

Svuntuvefnaður fyrir þjóðbúning

Á þessu námskeiði munu nemendur vefa efni í svuntu við íslenska þjóðbúninga. Búið verður að setja upp í 2 stóla og er val á milli þessa að vera með hvíta eða svarta uppistöðu.
06.02 - 23.04

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið vor 2024

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
10.02 - 09.03

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
24.02 - 04.03

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
26.02 - 04.03

Prjóntækni - uppfit, kantar og affelling

Vissir þú að það eru til margar aðferðir að fitja upp, prjóna kannt og fella af? Á þessu námskeiði fer ég yfir mínar uppáhalds, en nokkrar af þeim nota ég mikið í bókinn minni Sjöl og teppi eins báðum megin
02.03 - 02.03

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - mars

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
10.03 - 10.03

Refilsaumur - 10. mars - Fullbókað

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli tveggja pakkninga, sjá hér og hér), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar.
11.03 - 06.05

Harðangur og klaustur - framhaldsnámskeið

Á þessu framhaldsnámskeiði fá nemendur aðstoð við að gera stærri verkefn t.d. dúk eða milliverk, nemendur þurfa að mæta með efni og munstur í fyrri tímann og vera búin að þræða miðju kross til að tíminn nýtist sem best
16.03 - 17.03

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
18.03 - 18.03

Prjónað stroff á ská - örnámskeið

Stroff á ská má oft sjá á lettneskum vettlingum en þau má einnig nota til að punta upp á hvað flík sem er. Til dæmis gera þau skemmtilegan svip á húfur eða peysur.
06.04 - 06.04

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - apríl

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
09.04 - 09.04

Blómstursaumur - örnásmkeið

Blómustursaumur er frjáls útsaumsaðferð þar sem saumað er eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Að öllum líkindum nefnt eftir viðfangsefninu en hér á öldum árum voru pils oft saumuð með blómabekkjum að neðan
11.04 - 07.05

Vefnaður - byrjendanámskeið

Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
13.04 - 14.04

Silfursmíði - keðja

Á þessu námskeiði er aðal áherslan á að ná góðu valdi á kveikingum og skilja hvernig það ferli virkar. Við ætlum að gera keðju þar sem búnir eru til hlekkir og þeir kveiktir saman.
15.04 - 18.04

Landnámsspuni

Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á.
27.04 - 27.04

Leðursaumur - töskugerð

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
04.05 - 04.05

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - maí

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
05.05 - 05.05

Refilsaumur - örnámskeið í Þjóðminjasafninu 5. maí

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli tveggja pakkninga, sjá hér og hér), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar.
07.05 - 14.05

Hvítsaumur - námskeið

Farið er í grunnatriði hvítsaums en einkenni hans er að saumað er með hvítum þræði í hvítan hör eða lín
11.05 - 11.05

Kríl - örnámskeið

Kríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.