Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
17.10 -
21.11
Vefnaður - byrjendanámskeið - fullbókað
Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
21.10 -
04.11
Kniplað jólaskraut
Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
28.10 -
09.12
Þjóðbúningur kvenna - haust - mánudagar FULLBÓKAÐ
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
04.11 -
06.11
jólaskraut - faldbúnings freyja
Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
09.11 -
09.11
Leðursaumur - töskugerð
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
09.11 -
23.11
Baldýring - framhaldsnámskeið
Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
11.11 -
18.11
Orkering
Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
16.11 -
17.11
Víravirki - hringur
Á þessu námskeiði munu gera nemendur hring úr víravirki. Násmkeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki. Nemendum stendur einnig til boða að gera önnur verkefni til dæmis millur.
16.11 -
17.11
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum.
20.11 -
04.12
Baldýring fyrir byrjendur - netnásmkeið
Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
23.11 -
24.11
Hattagerð - filthattar herra og dömu
Gerður er 1 einn klassískur filthattur, val er um að gera kven hatt eða herra hatt. Farið er í helstu tækni við gerð filthatta og klassískar skreytingar með rifsborðum og fjöðrum.
15.01 -
09.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 miðvikudagar - FULLBÓKAÐ
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.01 -
08.04
Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 þriðjudagar - fullbókað
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
28.01 -
10.04
Faldbúningtreyja / Peysufatapeysa
Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu (19. eða 20. aldar) en nota sama pilsið. Eða þeim sem eru að sauma sér falbúning / skautbúning og eru með allar skreytingar tilbúnar á treyjuna.
17.02 -
09.04
Vefnaður - byrjendanámskeið vor 2025
Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
22.03 -
23.03
Tóvinna
Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
15.04 -
30.04
Landnámsspuni
Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á.