Námskeið

27.08 - 26.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið haust 2024

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
16.09 - 23.09

Körfugerð - Bakki / borðkarfa

Þátttakendur gera eina veglega rifjakörfu og læra um tínslu og meðferð á íslenskum efnivið og hvað nota má úr nærumhverfinu til vefnaðar.
18.09 - 19.09

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
21.09 - 22.09

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
21.09 - 22.09

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
25.09 - 09.10

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
26.09 - 10.10

Svartsaumur - námskeið

Kennd eru grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu þræðispori.
02.10 - 11.12

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið haust 2024

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
05.10 - 05.10

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - október

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
05.10 - 06.10

Víravirki fyrir byrjendur og lengra komna

Á þessu námskeiði munu byrjendur gera nælu eða hálsmen og læra grunn atriðin í víravirki. Þau sem hafa áður lært grunnin gera verkefni að eigin vali, þar sem farið er ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu
10.10 - 17.10

Spjaldvefnaður - byrjendanámskeið

Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.
12.10 - 26.10

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
15.10 - 22.10

Vattarsaumur - námskeið

Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna
16.10 - 23.10

Körfugerð - Fléttuð karfa

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera svokallaða fléttukörfu úr melgresi og öðrum stráum.
24.10 - 28.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
26.10 - 27.10

Silfursmíði - keðja

Á þessu námskeiði er aðal áherslan á að ná góðu valdi á kveikingum og skilja hvernig það ferli virkar. Við ætlum að gera keðju þar sem búnir eru til hlekkir og þeir kveiktir saman.
04.11 - 06.11

jólaskraut - faldbúnings freyja

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré