Námskeið

15.08 - 03.10

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið - FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
14.09 - 03.10

Vefnaður - byrjendanámskeið - FULLBÓKAÐ

Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
19.09 - 13.12

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið - miðvikudagar - FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
07.10 - 07.10

Umsjónartími í þjóðbúningasaum -október

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
12.10 - 16.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
14.10 - 15.10

Tóvinna - FULLBÓKAÐ

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
16.10 - 16.10

Lítill lausavasi í Sigurhæðum á Akureyri

Lausavasar voru algengir fylgihlutir við klæðnað kvenna á fyrri öldum.
16.10 - 23.10

Prjóntækni - uppfit, kantar og affelling

Vissir þú að það eru til margar aðferðir að fitja upp, prjóna kannt og fella af? Á þessu námskeiði fer ég yfir mínar uppáhalds, en nokkrar af þeim nota ég mikið í bókinn minni Sjöl og teppi eins báðum megin
16.10 - 30.10

Kniplað jólaskraut og bókamerki

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
19.10 - 26.10

Uppsetning á púðum - REYKJAVÍK

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
28.10 - 29.10

Víravirki - FULLBÓKAÐ

Á námskeiðinu er farið ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Nemendur velja sjálfir það verkefni sem þeir vilja gera. Námskeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki
07.11 - 14.11

Lettneskar fléttur og furunálar

Kenndar eru mismunandi útfærslur af fléttum og furunálum og einnig skemmtileg uppfit sem gera svip á prjónlesið. Fyrra kvöldið er áhersla á að ná tökum á fléttunum og seinna kvöldið á að leika sér með fléttur og slétt og brugðið til að skapa alls kyns mynstur sem nota má til að skreyta hvaða flík sem er.
11.11 - 25.11

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
13.11 - 20.11

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
13.11 - 20.11

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
23.11 - 30.11

Spjaldvefnaður - byrjendanámskeið

Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.
12.12 - 19.03

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið vor 2024

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar