Námskeið

27.06 - 01.07

Handverksnámskeið fyrir börn 8-12 ára

Á þessu skemmtilega námskeiði fyrir hressa krakka á aldrinum 8-12 ára verður kennt fjölbreytt handverk, s.s. hvernig spinna megi ull á halasnældu, spennandi Shibori litun, tálgun og töfrabrögð
23.08 - 22.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
24.08 - 28.08

Vefnaður með Åse Eriksen - FULLBÓKAÐ

Á námskeiðinu sýnir Åse hvernig hægt er að nota gömul mynstur með einföldum vefstólum með 2-6 sköftum. Aðferðirnar voru notaðar til að vefa mynstur og notuð er tækni til að geyma og endurtaka mynstur einingu.
10.09 - 11.09

Víravirki

Á þessu námskeiði er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
16.09 - 16.09

Prufuvefnaður - tækninámskeið

Markmiðið er að kenna hvernig hægt er að vefa breiðar voðir á t. d. 80 cm eða breiðari vefstóla.
20.09 - 21.09

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
22.09 - 27.10

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
24.09 - 24.09

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
28.09 - 28.09

Gamli krosssaumurinn - örnámskeið

Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor). Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku sjónabókinni.
10.10 - 14.11

Almennur vefnaður - námskeið

Námskeiðið er ætlað byrjendum og upprifjun fyrir lengra komna. Farið er í grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar, hvernig lesa á uppskriftir. Þekkja grófleika garns og hvernig hann hæfir verkefninu. Verkefna val fer eftir þekkingu hvers og eins.
18.10 - 06.12

Lissuskyrta

Vel þekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum en slíkar skyrtur voru vinsælar um seinni hluta 20. aldar og áhugi á þeim hefur aukist síðustu ár.
26.10 - 26.10

Kanntu að spinna á halasnældu - örnámskeið

Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu.
31.10 - 02.11

Vinna úr mannshári

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.