Námskeið

18.01 - 29.03

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.01 - 18.03

Lissuskyrta á Akureyri

Vel þekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum en slíkar skyrtur voru vinsælar um seinni hluta 20. aldar og áhugi á þeim hefur aukist síðustu ár. Á námskeiðinu læra nemendur aðferðina við að gera lissur og búa til úr þeim munstur
26.01 - 30.03

þjóðbúningur drengja / telpna - FULLBÓKAÐ

Saumaður er 19. eða 20. aldar þjóðbúnignur á stúlku allt að 10 ára með einföldu pilsi eða þjóðbúningur fyrir dreng allt að 13. ára buxur, skyrta og vesti.
28.01 - 26.03

Þjóðbúningasaumur í Stykkishólmi

Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp á námskeið í þjóðbúningasaum í Stykkishólmi þar sem nemendum gefst kostur á að sauma kven-, herra- eða barnabúning
06.02 - 13.02

Vínviðarkarfa / Brauðkarfa - FULLBÓKAÐ

Unnin er karfa þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn. Karfan er falleg á borði fyrir brauð eða ávexti.
07.02 - 11.02

Notað verður nýtt - rekjum upp gamalt prjón

Á þessu námskeiði læra nemendur að velja flík eða peysu með tilliti til hvernig sé hægt að endurvinna hana. Farið verður í gegnum það hvaða snið henta best í upprakningu, og hvaða efni hentar best til litunnar.
15.02 - 22.02

Af fingrum fram - sjalaprjón

Á þessu námskeiði er farið frá A til Ö hvernig hanna eigi sitt eigið sjal, frá hugmynd að afurð. Farið verður í uppbyggingu sjala, samsetning munstra og lita þannig að nemendur geta hannað sitt eigið sjal.
21.02 - 28.02

Vöggusett - FULLBÓKAÐ

Á þessu násmkeiði sauma nemendur útsaumað vöggusett á grunni. Valið er milli nokkurra munsturgerða þar sem er varpleggur, lykkjuspor, flatsaumur og fræhnútar fá að njóta sín. Tvölafdur/franskur saumur í sængurveri, lek og bendlabönd.
25.02 - 26.02

Víravirki á Akureyri

Á þessu námskeiði er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
04.03 - 04.03

Gamli krosssaumurinn - örnámskeið í Þjóðminjasafninu - FULLBÓKAÐ

Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor) á Þjóðminjasafninu. Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku sjónabókinni.
04.03 - 28.03

Glitvefnaður

Glitvefnaður er gömul íslensk aðferð við að vefa myndir eftir reitamunstri og var t.d. algengt á söðuláklæðum. Nemendur setja upp í vefstól og vefa niður. Verkefni geta t.d. verið púðaver eða vegghengi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áður kynnst vefnaði. Kjörið að nota munstur úr Íslensku sjónabókinni.
06.03 - 13.03

Vattarsaumur - námskeið

Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna
11.03 - 12.03

Víravirki - Reykjavík

Á þessu námskeiði er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
15.03 - 29.03

Hvítsaumur - námskeið

Farið er í grunnatriði hvítsaums en einkenni hans er að saumað er með hvítum þræði í hvítan hör eða lín
15.03 - 22.03

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum.
18.03 - 19.03

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
20.03 - 27.03

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
21.03 - 28.03

Uppsetning á púðum - REYKJAVÍK

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
06.04 - 27.04

Vefnaðarfræði - bindifræði

Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur. Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð.
15.04 - 24.04

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
15.04 - 15.04

Gamli krosssaumurinn - örnámskeið í Þjóðminjasafninu 15. apríl

Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor) á Þjóðminjasafninu. Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku sjónabókinni.