Námskeið

19.08 - 25.11

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 þriðjudagar -FULLBókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.08 - 27.11

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 fimmtudagar - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
10.09 - 11.09

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
13.09 - 22.09

Knipl á Þjóðbúning fullbókað

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
15.09 - 25.11

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 mánudagar -fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
17.09 - 05.11

Lissuskyrta - FULLBÓKAÐ

Vel þekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum en slíkar skyrtur voru vinsælar um seinni hluta 20. aldar og áhugi á þeim hefur aukist síðustu ár.
18.09 - 11.12

Þjóðbúningur kvenna - haust 2025 dagnámskeið fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
20.09 - 21.09

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
22.09 - 22.09

Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara - Fullbókað

Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum.
27.09 - 28.09

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
29.09 - 15.10

Vefnaðarnámskeið 1 - einskefta og einskeftuafbrigði

Einskefta er einfaldasa bindingin þar sem þræðir í uppistöðu og ívafi bindast 1 á móti 1. Á námskeiðinu verður einnig verður farið yfir önnur afbyrgði af einskeftu. Allir nemendur gera handþurku og eitt annað verkefni til dæmis púða eða borðrenning.
29.09 - 29.09

Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara - örnámskeið 29. september fullbókað

Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum.
04.10 - 04.10

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - október

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
07.10 - 07.10

Blómstursaumur - örnásmkeið

Blómustursaumur er frjáls útsaumsaðferð þar sem saumað er eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Að öllum líkindum nefnt eftir viðfangsefninu en hér á öldum árum voru pils oft saumuð með blómabekkjum að neðan
09.10 - 13.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
12.10 - 25.10

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna - fullbókað

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
15.10 - 22.10

Byrjendaspor í Lunéville útsaumi - fullbókað

Lunéville er frönsk útgáfa af Aari eða Tambour útsaumi þar sem meðal annars er unnið er með pallíettur og glerperlur.
18.10 - 19.10

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði október

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
20.10 - 27.10

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
22.10 - 29.10

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
26.10 - 26.10

Uppsetning á púðum

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
01.11 - 24.01

Þjóðbúningur herra og drengja - námskeið

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja - buxur, skyrta og vesti.
03.11 - 05.11

jólaskraut - faldbúnings freyja

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
08.11 - 22.11

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna - nóvember fullbókað

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
10.11 - 17.11

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
11.11 - 18.11

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu.
15.11 - 16.11

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði nóvember

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.