Námskeið

15.08 - 21.11

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
13.09 - 27.09

Formprjónaðir sokkar - tveir í einu

Á þessu námskeiði eru prjónaðir langir sokkar sem hægt er að nota við þjóðbúning eða dagsdaglega. Farið verður yfir hvað formprjón er og hverju þarf að huga að þegar verið er að formprjóna. Mikilvægt er að nemendur kunni grunnaðferðir í prjóni, að fitja upp og prjóna slétt og brugðið.
19.09 - 26.09

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
20.09 - 21.09

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
14.10 - 15.10

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.