Búningur stúlkna, 19. öld

Búningur stúlkna, 19. öldStelpur áður fyrr klæddust fötum svipuðum fullorðinna kvenna. Þær voru í skyrtu næst sér. Utan yfir skyrtuna var upphlutur með að minnsta kosti fimm millupörum og skreyttur borðum og leggingum. Undirpils voru oft mörg og varla hefur niðurhluturinn, pilsið, verið skósíður nema rétt þegar hann var nýr. Svunta var köflótt eða langröndótt úr ullar- eða bómullardúk. Klútur var um hálsinn og húfan djúp, prjónuð úr svörtu, fínu ullarbandi og skúfurinn úr rauðu, grænu eða bláu bandi. Stelpur hafa verið í ullarsokkum og skinnskóm þótt nútímastelpur klæðist annars konar fótabúnaði.

Á 18. öld voru stelpur í faldbúningstreyju og niðurhlut eins og fullorðnar konur. Þær voru þó ekki með fald heldur húfu, skarðhúfu á fyrri hluta aldarinnar en spaðahúfu undir lok hennar. Húfurnar voru bundnar undir kverk og gátu verið skreyttar kniplingum og baldýringum. Skarðhúfa var með stóran hnapp í kollinn en spaðahúfa lítinn spaða í líkingu við spaðafald kvenna.

Búningur stúlkna, 19. öld   Búningur stúlkna, 19. öld   Búningur stúlkna, 19. öld   Búningur stúlkna, 19. öld