19. aldar upphlutur

19. aldar upphluturUpphlutur var hluti kvenbúninga frá alda öðli en ekki sérstakur búningur. Búningurinn bar nafn af þröngum bol, oftast úr mislitu ullarklæði eða flaueli, sem konur klæddust yfir ljósa ullar eða lín nærskyrtu. Bolurinn var opinn að framan og reimaður saman með millum. Þær voru festar á brún boðanga, fimm eða fleiri hvoru megin, og reimaðar saman með millureim svo að upphluturinn félli þétt að. Boðangar voru skreyttir vírborðum eða flauelsborðum, baldýruðum með silki og stundum líka vírþræði. Skreytt var með þrem flauels- eða vírleggingum á baki og yfir axlarsauma. Næla var í hálsmáli eða bundinn klútur. Pilsið, niðurhluturinn,var úr ofnu efni, vaðmáli eða klæði, svörtu eða svarbláu, þéttfellt að aftan og hékk í upphlutnum. Svunta var langröndótt eða köflótt úr ullar- eða bómullardúk. Húfa var djúp, prjónuð úr svörtu, fínu ullarbandi og með stuttan ullarskúf, oftast mislitan. Hólkur úr vírborða eða silfri huldi samskeyti skotts og skúfs. Á 19. öld gengu flestar konur enn í ullarsokkum og sauðskinnsskóm. 
 
19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur 
 
19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur   19. aldar upphlutur