Búningur drengja

Búningur drengjaFöt stráka voru ekki frábrugðin fötum fullorðinna karla en þó trúlega oftast minna í þau borið.

Strákurinn Jónas Hallgrímsson taldi upp fötin sín um leið og hann klæddi sig morgun einn snemma á 19. öld:

Buxur, vesti, brók og skó,
bætta skokka nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
háleistana hvíta.

Jónas hefur líklega sofið í skyrtunni. Yfir hana hefur hann farið í vaðmálsfötin sín, lokubuxur og vesti. Síðan fór hann í sokka og skó, setti á sig hálsklút og húfu en treyjuna hefur hann látið bíða þar til hann færi út. Kannski hefur verið sunnudagur, því að Jónas fór í hvíta háleista utan yfir sokkana.

Þótt karlar hafi stundum klæðst síðum buxum, er líklegt að það hafi síður átt við um stráka og þeir hafi mest verið í hnébuxum.

Búningur drengja   Búningur drengja   Búningur drengja   Búningur drengja   Búningur drengja