Öll námskeið

16.10 - 17.10

Hattagerð

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
16.10 - 17.10

Þjóðbúningasaumur á Akureyri - október -

Námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendurvinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
24.09 - 17.11

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
18.10 - 25.10

Loftljós / körfugerð

Á þessu tveggja kvölda námskeiði verður fullunnið loftljós sem ofið er með aðferð körfugerðarvefnaðar.
21.10 - 25.11

BALDÝRING - FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

Framhaldsnámskeið í baldýringu
23.10 - 01.11

Knipl á Þjóðbúning - FULLBÓKAÐ

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
26.10 - 30.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
27.10 - 27.10

Sápugerð - örnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að honum loknum er sýnikennsla þar sem gerð er sápa úr jurtafitu sem nemendur fá með sér heim.
06.11 - 06.11

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - 6. nóvember

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
08.11 - 11.11

Svartsaumur - námskeið

Kennd eru grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu þræðispori.
08.11 - 08.11

Spiladós - örnámskeið

Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki.
09.11 - 13.11

Harðangur og klaustur - FULLBÓKAÐ

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
13.11 - 30.11

Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið - FULLBÓKAÐ

Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa komið á námskeið eða hafa reynslu af vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Kennari aðstoðar við val á verkefnum og leiðbeinir við útreikninga og uppsetningu.
13.11 - 13.11

Uppsetning á púðum - AKUREYRI

Uppsetning á púðum - Akureyri
17.11 - 21.11

Litun - Shibori tækni

Nemendur kynnast japanskri tækni við að lita efni. Notaðir eru kemískir litir og indego litur. Með aðferðinni má lita bómull, silki og hör. Aðal áherslan er á mismunandi aðferðir við að skapa munstur í efni.
18.11 - 25.11

Undirpils fyrir þjóðbúning - DAGSETT SÍÐAR

Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning.
20.11 - 21.11

Þjóðbúningasaumur á Akureyri - nóvember

Námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendurvinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
22.11 - 29.11

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
27.11 - 28.11

Höfuðbúnaður - námskeið - FULLBÓKAÐ

Viðfangsefni námskeiðsins er höfuðbúnaður við faldbúning, skautbúning eða kyrtil.
04.12 - 04.12

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - 4. desember

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
07.12 - 14.12

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum.