Öll námskeið

09.12 - 09.12

Refilsaumur - örnámskeið í Þjóðminjasafninu 9. desember - 1 PLÁSS LAUST

16.01 - 19.03

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið vor 2024

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
27.01 - 24.04

Þjóðbúningur herra og drengja - námskeið

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja - buxur, skyrta og vesti.
31.01 - 31.01

Lissuskyrta

Vel þekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum en slíkar skyrtur voru vinsælar um seinni hluta 20. aldar og áhugi á þeim hefur aukist síðustu ár.
08.02 - 15.02

Vattarsaumur - námskeið

Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna
11.03 - 06.05

Harðangur og klaustur - framhaldsnámskeið

16.03 - 17.03

Tóvinna

Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
11.04 - 07.05

Vefnaður - byrjendanámskeið

Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
15.04 - 18.04

Landnámsspuni

Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á.
11.05 - 11.05

Kríl - örnámskeið

Kríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.