Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
16.09 -
23.09
Körfugerð - Bakki / borðkarfa - Fullbókað
Þátttakendur gera eina veglega rifjakörfu og læra um tínslu og meðferð á íslenskum efnivið og hvað nota má úr nærumhverfinu til vefnaðar.
18.09 -
19.09
Sólarlitun - námskeið
Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
21.09 -
22.09
Tóvinna
Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
21.09 -
22.09
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
25.09 -
09.10
Harðangur og klaustur
Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
26.09 -
10.10
Svartsaumur - námskeið
Kennd eru grunnatriði svartsaums en aðferðin gengur út á að sauma myndir og munstur með svörtu þræðispori.
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
05.10 -
05.10
Umsjónartími í þjóðbúningasaum - október
Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklingsmiðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
05.10 -
06.10
Víravirki fyrir byrjendur og lengra komna fullbókað
Á þessu námskeiði munu byrjendur gera nælu eða hálsmen og læra grunn atriðin í víravirki. Þau sem hafa áður lært grunnin gera verkefni að eigin vali, þar sem farið er ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu
10.10 -
17.10
Spjaldvefnaður - byrjendanámskeið
Spjaldvefnaðurinn er ævagamalt handverk sem barst hingað til lands með landnámi en á sér miklu lengri sögu – allt að 3000 ára.
12.10 -
26.10
Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna - FULLBÓKAÐ
Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
13.10 -
13.10
Uppsetning á púðum
Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
15.10 -
22.10
Vattarsaumur - námskeið
Vattarsaumur er forn saumaðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna
16.10 -
23.10
Körfugerð - Fléttuð karfa
Á þessu námskeiði læra nemendur að gera svokallaða fléttukörfu úr melgresi og öðrum stráum.
16.10 -
04.11
Kniplað jólaskraut
Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
17.10 -
21.11
Vefnaður - byrjendanámskeið - fullbókað
Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
24.10 -
28.11
Myndvefnaður
Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
26.10 -
27.10
Silfursmíði - keðja
Á þessu námskeiði er aðal áherslan á að ná góðu valdi á kveikingum og skilja hvernig það ferli virkar. Við ætlum að gera keðju þar sem búnir eru til hlekkir og þeir kveiktir saman.
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
04.11 -
06.11
jólaskraut - faldbúnings freyja
Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
09.11 -
09.11
Leðursaumur - töskugerð
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
11.11 -
18.11
Orkering
Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.