Öll námskeið

16.10 - 23.10

Körfugerð - Fléttuð karfa

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera svokallaða fléttukörfu úr melgresi og öðrum stráum.
02.10 - 13.11

Þjóðbúningur kvenna - dagnámskeið haust 2024 - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
17.10 - 21.11

Vefnaður - byrjendanámskeið - fullbókað

Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.
21.10 - 04.11

Kniplað jólaskraut

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
26.10 - 27.10

Silfursmíði - keðja

Á þessu námskeiði er aðal áherslan á að ná góðu valdi á kveikingum og skilja hvernig það ferli virkar. Við ætlum að gera keðju þar sem búnir eru til hlekkir og þeir kveiktir saman.
28.10 - 09.12

Þjóðbúningur kvenna - haust - mánudagar FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
02.11 - 02.11

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - nóvember

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
04.11 - 06.11

jólaskraut - faldbúnings freyja

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
09.11 - 09.11

Leðursaumur - töskugerð

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
09.11 - 23.11

Baldýring - framhaldsnámskeið

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
11.11 - 18.11

Orkering

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum.
16.11 - 17.11

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
20.11 - 04.12

Baldýring fyrir byrjendur - netnásmkeið

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
23.11 - 24.11

Hattagerð - filthattar herra og dömu

Gerður er 1 einn klassískur filthattur, val er um að gera kven hatt eða herra hatt. Farið er í helstu tækni við gerð filthatta og klassískar skreytingar með rifsborðum og fjöðrum.
15.01 - 09.04

Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 miðvikudagar - FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
21.01 - 08.04

Þjóðbúningur kvenna - vor 2025 þriðjudagar - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
28.01 - 10.04

Faldbúningtreyja / Peysufatapeysa

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu (19. eða 20. aldar) en nota sama pilsið. Eða þeim sem eru að sauma sér falbúning / skautbúning og eru með allar skreytingar tilbúnar á treyjuna.
17.02 - 09.04

Vefnaður - byrjendanámskeið vor 2025

Vefnaðarnámskeiðið er ætlað byrjendum sem og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Kennt verður að setja upp í vefstól, farið yfir grunnbindingar í vefnaði og bindifræði. Þátttakendur kynnast einnig nokkrum mismunandi gerðum vefstóla og gefst tækifæri til að gera prufustykki.