Öll námskeið

09.10 - 13.11

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
01.11 - 24.01

Þjóðbúningur herra og drengja - námskeið fullbókað

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja - buxur, skyrta og vesti.
01.11 - 01.11

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - nóvember

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
03.11 - 05.11

jólaskraut - faldbúnings freyja fullbókað

Á þessu námskeiði læra nemendur að gera litla freyju klædda í faldbúning sem er tilvalin sem skraut á jólatré
03.11 - 19.11

Vefnaðarnámskeið 1 - einskefta og einskeftuafbrigði nóvember fullbókað

Einskefta er einfaldasa bindingin þar sem þræðir í uppistöðu og ívafi bindast 1 á móti 1. Á námskeiðinu verður einnig verður farið yfir önnur afbyrgði af einskeftu. Allir nemendur gera handþurku og eitt annað verkefni til dæmis púða eða borðrenning.
08.11 - 22.11

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna - fullbókað

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
08.11 - 16.11

Tréskurður - Höfðaletur

Á þessu námskeiði öðlast nemendur almenna þekkingu á höfðaletri; upphafi þess, þróun og sögu. Kennt verður að undirbúa, skipuleggja og skera út höfðaletursbekk og vinna nemendur þrjú verkefni til að öðlast færni. Námskeiðið gerir engar kröfur til þekkingar eða reynslu í trésmíði eða útskurði þó slíkt sé æskilegt.
10.11 - 17.11

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
11.11 - 18.11

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu.
15.11 - 16.11

Þjóðbúningasaumur á Akureyri nóvember fullbókað

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
29.11 - 29.11

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - desember (29. nóvember)

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
29.11 - 29.11

Jólaföndur á Árbæjarsafni fyrir börn og fullorðna

Á þessu námskeiði er í boði að gera einfalt jólaskraut í hlýlegu umhverfi á Árbæjarsafni.
13.01 - 07.04

Þjóðbúningur kvenna - vor 2026 þriðjudagar fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
15.01 - 09.04

Þjóðbúningur kvenna - vor 2026 dagnámskeið Fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
31.01 - 28.02

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna fullbókað

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
02.02 - 04.05

Þjóðbúningur kvenna - vor 2026 mánudagar - Fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
05.02 - 07.05

Þjóðbúningur kvenna - vor 2026 fimmtudagar - fullbókað

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
12.02 - 19.02

Sauðskinnsskór

Sauðskinnsskór voru skófatnaður Íslendinga um aldir. Nemendur læra að gera bryddaða sauðskinnskó.
14.02 - 15.02

Víravirki fyrir byrjendur og lengra komna

Á þessu námskeiði læra nemendur að smíða hálsmen eða nælu undir handleiðslu Helgu Ósk Einarsdóttur gullsmíðameistara sem hefur sérhæft sig í smíði víravirkis.
28.02 - 09.03

Knipl á Þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.