Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
12.01 -
30.03
Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
14.01 -
21.01
Tvíbandavettlingar / fingravettlingar - FULLBÓKAÐ
Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar.
16.01 -
27.02
Prufuvefnaður
Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Nemendur setja sameiginlega upp í vefstóla og vefa að lágmarki 8 mismunandi prufur t.d. vaðmál, odda vaðmál, hringja vaðmál, vöffluvef, glit, þráðavef, pokavoð o.fl.
28.01 -
25.03
Peysufatapeysa
Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið
30.01 -
08.02
Knipl á Þjóðbúning
Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki.
01.02 -
03.02
Harðangur og klaustur - FULLBÓKAÐ
Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
02.02 -
31.05
Uppsetning á púðum - DAGSETT SÍÐAR
Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
06.02 -
06.02
Umsjónartími í þjóðbúningasaum - 6. febrúar
Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklingsmiðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
08.02 -
15.02
Vínviðarkarfa / Brauðkarfa
Unnin er karfa þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn. Karfan er falleg á borði fyrir brauð eða ávexti
16.02 -
30.04
Kanntu að spinna á halasnældu - örnámskeið - DAGSETT SÍÐAR
Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu. Námskeiðið er hugsað sem kynning á grunnhandtökum en vakin er athygli á lengra námskeiði sem hægt er að sækja í framhaldinu.
19.02 -
20.02
Þjóðbúningasaumur á Akureyri - Ferúar
Námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendurvinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
20.02 -
31.03
Leðursaumur - töskugerð
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl.
21.02 -
21.02
Leðursaumur framhald - seðlaveski og buddur
Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leður/roð seðlaveski/kortaveski og/eða buddur. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa áður prófað leðursaum
23.02 -
29.04
Tvöfalt prjón - örnámskeið - DAGSETT SÍÐAR
Á námskeiðinu læra nemendur tvöfalt prjón, þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðallitur öðru megin en munsturlitur hinumegin. Nauðsynlegt er að nemendur kunni að prjóna þar sem námskeiðið er ein kvöldstund.
23.02 -
02.03
Refilsaumur
Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum.
23.02 -
31.03
Litafræði - Dagsett síðar
Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði í litafræði. Námskeiðið er bæði í formi fyrirlesturs og æfinga. Teknar eru fyrir leiðir til að vinna með litaval og litasamsetningar. Farið er í efnisfræði lita, t.d. áhrif lita á mismunandi textíl. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem stunda vefnað eða prjónaskap.
01.03 -
08.03
Eplakarfa / prjónakarfa
Kennd eru undirstöðuatriði í kröfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.
06.03 -
06.03
Umsjónartími í þjóðbúningasaum - 6. mars
Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklingsmiðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
20.03 -
08.05
Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið - DAGSETT SÍÐAR
Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa komið á námskeið eða hafa reynslu af vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Kennari aðstoðar við val á verkefnum og leiðbeinir við útreikninga og uppsetningu.
20.03 -
21.03
Þjóðbúningasaumur á Akureyri - mars
Námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendurvinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
27.03 -
30.04
Tóvinna - DAGSETT SÍÐAR
Lögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu.
30.03 -
28.04
Litun - Shibori tækni - DAGSETT SÍÐAR
Nemendur kynnast japanskri tækni við að lita efni. Notaðir eru kemískir litir og indego litur. Með aðferðinni má lita bómull, silki og hör. Aðal áherslan er á mismunandi aðferðir við að skapa munstur í efni.
06.04 -
27.04
Vefnaðarfræði - bindifræði - DAGSETT SÍÐAR
Að geta lesið uppskriftir fyrir vefnað er öllum vefurum nauðsynlegur.
Bindifræði eru fræði um hvernig uppistaða og ívaf bindast í eina heild svo úr verði voð.
06.04 -
27.04
Undirpils fyrir þjóðbúning - DAGSETT SÍÐAR
Undir þjóðbúninga er gott að bera undirpils, bæði þægindanna og útlitsins vegna. Á námskeiðinu er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar þjóðbúning.
12.04 -
21.04
Tálgun fyrir heimilið - sjálfbærni og sköpun
Á námskeiðinu læra þátttakendur að tálga með ólíkum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla er lögð á gerð nytjahluta fyrir heimilið, t.d. eldhúsið. Unnið er með fimm íslenkar viðartegundir sem vaxa í nærumhverfi okkar.