Öll námskeið

23.08 - 04.10

Þjóðbúningur kvenna - kvöldnámskeið - FULLBÓKAÐ

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar
22.09 - 27.10

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu.
26.09 - 05.10

Tálgun fyrir heimilið - sjálfbærni og sköpun

Á námskeiðinu læra þátttakendur að tálga með ólíkum bitáhöldum, hnífum og öxum. Sérstök áhersla er lögð á gerð nytjahluta fyrir heimilið, t.d. eldhúsið. Unnið er með fimm íslenkar viðartegundir sem vaxa í nærumhverfi okkar.
01.10 - 01.10

Umsjónartími í þjóðbúningasaum í Október - FULLBÓKAÐ

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
05.10 - 12.10

Harðangur og klaustur - FULLBÓKAÐ

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
08.10 - 09.10

Hattagerð I

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt.
08.10 - 22.10

Baldýring fyrir byrjendur og lengra komna - FULLBÓKAÐ

Gullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi.
10.10 - 14.11

Almennur vefnaður - FULLBÓKAÐ

Námskeiðið er ætlað byrjendum og upprifjun fyrir lengra komna. Farið er í grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar, hvernig lesa á uppskriftir. Þekkja grófleika garns og hvernig hann hæfir verkefninu. Verkefna val fer eftir þekkingu hvers og eins.
10.10 - 17.10

Eplakarfa / prjónakarfa

Kennd eru undirstöðuatriði í kröfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu.
15.10 - 16.10

Víravirki - framhald

Á námskeiðinu er farið ítarlegar í aðferðirnar og sýndir fleiri möguleikar í víravirkinu, þá sérstaklega að kveikja. Nemendur velja sjálfir það verkefni sem þeir vilja gera. Námskeiðið hentar þeim sem kunna grunn í víravirki
15.10 - 19.11

Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði

Námskeið í þjóðbúningasaum í gamla kvennaskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum t.d. við gerð upphluta, peysufata, faldbúninga, kyrtla eða herrabúninga. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.
17.10 - 31.10

Kniplað jólaskraut og bókamerki

Á þessu námskeiði verða kenndar ýmsar tækniaðferðir í knipli svo sem möndlur, að byrja með opnum pörum og grunnar. Nemendur knipla smáhluti upplagða til gjafa svo sem bókamerki, hjarta og kramarhús þar sem verður hægt að prófa sig áfram í mismunandi aðferðum
18.10 - 06.12

Lissuskyrta

Vel þekktar eru skyrtur með handgerðu blóma- eða hringmynstri í hálsmáli og á ermum en slíkar skyrtur voru vinsælar um seinni hluta 20. aldar og áhugi á þeim hefur aukist síðustu ár.
22.10 - 29.10

Bútasaumur úr endurunnum efnum

Bútasaumur á sér rætur víða og þekkist hjá flestum þjóðum, enda góð aðferð til að gefa textíl framhaldslíf. Á þessu námskeiði mun Christalena Hughmanick kynna hvernig megi endurnýta textíl við gerð bútasaums og fer yfir tengsl munsturs og menningar.
26.10 - 26.10

Kanntu að spinna á halasnældu - örnámskeið

Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu.
31.10 - 02.11

Vinna úr mannshári

Hárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form.
05.11 - 05.11

Umsjónartími í þjóðbúningasaum í Nóvember

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.
07.11 - 07.11

Jólaspiladós - örnámskeið

Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki.
08.11 - 15.11

Vöggusett

Á þessu násmkeiði sauma nemendur útsaumað vöggusett á grunni. Valið er milli nokkurra munsturgerða þar sem er varpleggur, lykkjuspor, flatsaumur og fræhnútar fá að njóta sín. Tvölafdur/franskur saumur í sængurveri, lek og bendlabönd.
09.11 - 16.11

Uppsetning á púðum - REYKJAVÍK

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
17.11 - 24.11

Egypskur spjaldvefnaður

Þessi spjaldvefnaðargerð er kennd við Egyptaland, en mynstrið myndar þríhyrninga og tígla sem vel minna á Egypsku pýramídana fornu. Oftast eru notaðir tveir litir og dregið er inn í spjöldin eftir ákveðnu mynstri og spjöldunum síðan snúið á sérstakan hátt til að fá fram mynstrið.
19.11 - 20.11

Hattgerð II - yfirdekktir og saumaðir hattar

Á námskeiðinu læra nemendur að gera einn yfirdekktan hatt (formuð er grind og klædd) og einn saumaðan hatt (saumað úr efni og fóðraður), einnig kennt hvernig gerð eru snið að saumuðum höttum
22.11 - 23.11

Sólarlitun - námskeið

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni.
03.12 - 03.12

Umsjónartími í þjóðbúningasaum - í desember

Umsjónartímareru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi eða lagfæringar á eldri búningum.