18. aldar faldbúningur

18. aldar faldbúningurElstu teikningar af íslenskum konum sýna þær í faldbúningum. Slíkir búningar hafa varðveist frá 18. öld. Búningurinn ber nafn af faldinum. Hann var gerður úr nokkrum hvítum líndúkum sem voru vafðir um höfuðið, festir með prjónum og neðst bundinn mislitur klútur. Á 18. öld var faldurinn mótaður í krókfald. Innst fata voru konur í nærskyrtu, mislitum upphlut og mörgum undirpilsum. Upphluturinn gat verið úr flaueli en annars var búningurinn saumaður úr ullarklæði. Stutt, treyja, með löngum, þröngum ermum, var skreytt með leggingum á baki og ermum og á boðöngum voru vírborðar eða flauelsborðar með ásaumi eða baldýraðir með vírþræði eða silki. Laus kragi var skreyttur á svipaðan hátt. Pilsið (niðurhluturinn) var sítt, blátt, grænt, rautt eða svart og mjó svunta, jafnsíð, í sama lit eða öðrum. Báðar flíkur voru að neðanverðu lagðar flauelsleggingum, kniplingum eða þær voru útsaumaðar. Hálsklútur var festur með brjóstnælu, belti var um mitti og stundum festar um háls. Hversdags gátu konur verið með djúpa skotthúfu í stað faldsins. 

18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur      

18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   

18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur   18. aldar faldbúningur