Útsaumur

28.09 - 28.09

Gamli krosssaumurinn - örnámskeið

Kenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor). Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Íslensku sjónabókinni.
05.10 - 12.10

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
08.11 - 15.11

Vöggusett

Á þessu násmkeiði sauma nemendur útsaumað vöggusett á grunni. Valið er milli nokkurra munsturgerða þar sem er varpleggur, lykkjuspor, flatsaumur og fræhnútar fá að njóta sín. Tvölafdur/franskur saumur í sængurveri, lek og bendlabönd.
09.11 - 16.11

Uppsetning á púðum - REYKJAVÍK

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.