Útsaumur

15.10 - 22.10

Byrjendaspor í Lunéville útsaumi - fullbókað

Lunéville er frönsk útgáfa af Aari eða Tambour útsaumi þar sem meðal annars er unnið er með pallíettur og glerperlur.
26.10 - 26.10

Uppsetning á púðum

Á námskeiðinu er kennt að setja upp útsaum í púða. Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp.
10.11 - 17.11

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
11.11 - 18.11

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu.