Útsaumur

10.03 - 10.03

Refilsaumur - 10. mars - Fullbókað

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli tveggja pakkninga, sjá hér og hér), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar.
11.03 - 06.05

Harðangur og klaustur - framhaldsnámskeið

Á þessu framhaldsnámskeiði fá nemendur aðstoð við að gera stærri verkefn t.d. dúk eða milliverk, nemendur þurfa að mæta með efni og munstur í fyrri tímann og vera búin að þræða miðju kross til að tíminn nýtist sem best
09.04 - 09.04

Blómstursaumur - örnásmkeið

Blómustursaumur er frjáls útsaumsaðferð þar sem saumað er eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Að öllum líkindum nefnt eftir viðfangsefninu en hér á öldum árum voru pils oft saumuð með blómabekkjum að neðan
05.05 - 05.05

Refilsaumur - örnámskeið í Þjóðminjasafninu 5. maí

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli tveggja pakkninga, sjá hér og hér), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar.
07.05 - 14.05

Hvítsaumur - námskeið

Farið er í grunnatriði hvítsaums en einkenni hans er að saumað er með hvítum þræði í hvítan hör eða lín