Útsaumur

22.09 - 22.09

Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara - Fullbókað

Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum.
29.09 - 29.09

Listsaumur - blómamunstur Sigurðar málara - örnámskeið 29. september

Nemendur geta valið milli tveggja munstra: annars vegar Sóleyjarmunstrið og hins vegar Býsanska munstrið. Katrín Jóhannesdóttir mun kenna mismunandi útsaumsspor, svo sem flatsaum, fræhnúta, löng og stutt spor og leggsaum.
07.10 - 07.10

Blómstursaumur - örnásmkeið

Blómustursaumur er frjáls útsaumsaðferð þar sem saumað er eftir ýmsum munstrum sem dregin eru eða þrykkt á efnið. Að öllum líkindum nefnt eftir viðfangsefninu en hér á öldum árum voru pils oft saumuð með blómabekkjum að neðan
15.10 - 22.10

Byrjendaspor í Lunéville útsaumi - fullbókað

Lunéville er frönsk útgáfa af Aari eða Tambour útsaumi þar sem meðal annars er unnið er með pallíettur og glerperlur.
10.11 - 17.11

Harðangur og klaustur

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman.
11.11 - 18.11

Refilsaumur

Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu.